Verð og dagsetningar
Ferðalýsing
DAGUR 1, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2025 – BROTTFARARDAGUR
Við hefjum daginn á flugi frá Keflavík með Icelandair, FI578, kl. 16:00 og lendum á flugvellinum í Lissabon kl. 21:20 en þaðan verður okkur fylgt á HF Fénix Urban hótelið sem gist er á.
DAGUR 2, MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2025 – SKOÐUNARFERÐ UM LISSABON
Við hittum leiðsögumanninn okkar á hótelinu okkar og förum með rútu til Belém hverfisins sem er eitt af mest heimsóttu hverfum í Lissabon og er þekkt fyrir sögulegar byggingar, minnisvarða og fallegt útsýni yfir flóann. Það er staðsett vestan við miðborg Lissabon og er heimili margra þekktustu kennileita borgarinnar. Á leiðinn til Belém keyrum við um Praça de Espanha sem er stórt torg í suðurhluta borgarinnar við hliðina á nokkrum stórum og mikilvægum byggingum. Við keyrum einnig framhjá Aqueduto das Aguas Livres sem er eitt af mikilvægum sögulegu mannvirkjunum í Lissabon og er ein stærsta vatnsleiðsla í Portúgal. Við munum sjá Belém turninn sem byggður var á 16. öld og var settur á heimsminjaskrá UNESCO árið 1983. Við sjáum líka Padrão dos Descobrimentos sem er stór og mikill minnisvarði um landkönnuði staðsettur við árbakka Belém. Við sjáum Mosteiro dos Jerónimos klaustrið sem er eitt af þekktustu og mikilvægustu sögulegum byggingum í Lissabon og eitt af áhrifamestu dæmum um manuelískan arkitektúr sem er sérstakur stíl sem þróaðist í Portúgal á 16. öld. Á leiðinni til baka stoppum við í Park Eduardo VII sem er einn af stærstu og frægustu almenningsgörðum Lissabon staðsettur í miðborginni. Garðurinn var upphaflega opnaður árið 1880 og hefur síðan verið endurbættur og útfærður með tímanum. Hann er oft talinn vera hjarta grænu svæðanna í Lissabon og býður upp á stórkostlegt útsýni yfir borgina og Tejo flóann. Hádegisverður er snæddur á Rossio svæðinu. Eftir það förum við fótgangandi alla leið til Alfama hverfisins sem er elsta hverfið í Lissabon með gömlum götum, stórkostlegu útsýni og djúpri tengingu við fado tónlist. Alfama er einn af þeim stöðum í Lissabon sem fer ekki fram hjá þeim sem vilja upplifa borgina í sinni upprunalegu mynd. Rútan sækir hópinn nálægt höfninni þar sem skemmtiferðaskipin í Lissabon stoppa og keyrir til baka á hótelið.


DAGUR 3, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2025 – SINTRA, CASCAIS OG ESTORIL
Við hittum leiðsögumann á hótelinu okkar og keyrum til Sintra sem er heillandi bær staðsettur í háum hæðum um 30 km fyrir utan Lissabon. Bærinn var eitt sinn heimili portúgalskra konunga og aðalsfólks en er nú á UNESCO heimsminjaskrá vegna óvenjulegs samblands af náttúru, menningu og byggingum. Þarna má t.d. finna Palácio da Pena höllina sem er eitt af mest þekktu kennileitum Sintra og ein best varðveitta og mest litríka höll í Evrópu. Á svæðinu eru fleiri kastalar sem vert er að skoða. Við förum í miðbæ Sintra þar sem allir ættu að smakka á hinu fræga sætabrauði Travesseiro de Sintra. Við förum til Cabo da Roca sem er vestasti punktur meginlands Evrópu með stórkostlegu útsýni yfir Atlantshafið og þaðan alla leið til Hell´s Mouth í vesturhluta Cascais. Með stórkostlegu sjávarbrimi, dramatískum klettum og óvenjulegu útsýni yfir Atlantshafið er þetta staður sem vert er að skoða. Í Cascais gefst frjáls tími og á heimleið sjáum við yfir til Estoril sem er lúxusstrandbær með margar fallegar strendur.



DAGUR 4, MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2025 – ÓBIDOS OG NAZARÉ
Í dag færum við okkur yfir til Porto þar sem við gistum á Yotel Porto hótelinu. Á leiðinni munum við fyrst stoppa í Óbidos sem er heillandi miðaldabær þekktur fyrir vel varðveitta byggingarlist, steinlagðar götur og töfrandi útsýni yfir nærliggjandi sveitir. Bærinn er hvað helst þekktur fyrir Óbidos kastalann, Santa Maria kirkjuna og sætt kirsuberja vín sem nefnist Ginja sem jafnan er borið fram í litlum súkkulaði bollum. Eftir að hafa skoðað Óbidos förum við til Nazaré sem er sjávarþorp þekkt fyrir stórfenglegar strendur, fallegt landslag og heimsfrægar risastórar öldur sem gera bæinn að einum helsta stað í heimi til að stunda brimbrettaiðkun. Bærinn hefur mjög hefðbundinn portúgalskan anda með litlum húsum, steinlögðum götum og afslappaðri stemningu. Nazaré er staður þar sem þú getur notið bæði strandar og menningu Portúgals í einu.


DAGUR 5, FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2025 – SKOÐUNARFERÐ UM PORTO
Leiðsögumaður hittir okkur á Yotel Porto en þaðan förum við gangandi af stað í skoðunarferð þar sem takmarkað aðgengi er fyrir bíla að miðbæ Porto. Við skoðum Avenida dos Aliados sem er ein af frægustu og mest áberandi götum í Porto. Gatan er umkringd glæsilegum byggingum frá 19. öld, sem eru framúrstefnulegar og fullar af sögulegri tengingu. Gatan er þekkt fyrir miklar og stórar byggingar með klassískum portúgölskum stíl, þar á meðal stóra banka, hótel og skrifstofurbyggingar. Héðan er útsýni yfir Clérigos turninn sem er eitt af þekktustu kennileitum Porto. Turninn er þekktur fyrir stórkostlegt útsýni, sögulegan bakgrunn og fallegan barokk-arkitektúr. Við sjáum ýmsa aðra áhugaverða minnisvarða og má þar nefna McDonald’s sem er staðsettur í ákaflega fallegri byggingu og hefur tekist að aðlagast umhverfinu á mjög vandaðan hátt og er ekki með tilgerðarlegt nútímalegt útlit sem er algengt á mörgum öðrum McDonald’s stöðum. Við skoðum São Bento lestarstöðina sem er ekki aðeins ein af helstu lestarstöðvum borgarinnar heldur einnig ein af fallegustu byggingum Porto. Lestarstöðin sýnir einstakan arkitektúr og eitt af því sem dregur fólk að eru fallegar handmálaðar flísar sem sýna ýmsar sögulegar senur úr Portúgalskri sögu, þar á meðal sigra, baráttur og líf almennings. Flísarnir eru búnir til af listamanninum Jorge Colaço og gefa stöðinni sérstakt útlit sem tengir saman list, sagnfræði og arkitektúr. Við skoðum Sé Cathedral sem hefur verið myndskreytt í gegnum aldirnar með fallegum listaverkum og skúlptúrum sem enn er sýnilegt í kirkjunni. Einnig er áhugavert að skoða hvernig nýjar myndir og breytingar á henni spegla tímana sem liðið hafa frá því hún var byggð. Þegar þú gengur inn í Sé Cathedral verður þú fyrir áhrifum af hvítum marmara og skrautlegum innréttingum sem eru blanda af gotneskum og barokk-stíl. Sérstaklega áberandi eru gluggar kirkjunnar sem eru með litlu glervirki sem prýða veggi og gefa innra rými kirkjunnar sérstakt birtu. Við förum að Fernandina Wall sem er sögulegur varnarmúr byggður á 14. öld. og er ein af fáum miðaldabyggingum sem hafa varðveist í Porto. Þegar við komum á Praça da Batalha torgið förum við í rútu og höldum áfram að skoða okkur um í kringum Porto.


DAGUR 6, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2025 – BRAGA OG GUIMARÃES
Við hittum leiðsögumanninn okkar á Yotel Porto og keyrum til Braga sem er ein af elstu borgum Portúgals þekkt fyrir ríka sögu, forminjar og kirkjur. Við byrjum á því að skoða Bom Jesus do Monte kirkjugarðinn sem er frægur pílagrímastaður staðsettur á hæð með stórkostlegu útsýni yfir borgina og umhverfi hennar. Við förum í gönguferð um miðbæ Braga og borðum síðan hádegisverð. Síðan er haldið til Guimarães sem oft er kölluð “vagga Portúgals” vegna þess að það var þar sem þjóðríkið Portúgal var stofnað á 12. öld. Hún er einnig fæðingarstaður fyrsta konungs lands D. Afonso Henriques. Við skoðum miðbæinn áður en haldið er aftur á hótelið í Porto.


DAGUR 7, LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2025 – LISSABON MEÐ VIÐKOMU Í AVEIRO
Við höldum af stað til Lissabon með viðkomu í Aveiro sem er borg staðsett á vesturströnd Portúgals. Borgin er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landins og hefur oft verið nefnd Feneyjar Portúgals þar sem hún er þekkt fyrir að bjóða upp á rómantískar vatnasamgöngur þar sem litríkir bátar, nefndir moliceiros, sigla um kanala borgarinnar. Ferðir með þessum bátum eru mjög vinsælar og bjóða upp á fallegt útsýni yfir borgina. Aveiro er einnig þekkt fyrir að hafa mikið af byggingum í Art Nouveau-stíl. Þar má finna fallega og litrík hús með skreytingum sem eru sérstakt kennileiti fyrir borgina og þau má sjá í kringum miðborgina, sérstaklega á Rua da Liberdade. Ekki gleyma að smakka á Ovos Moles sem eru sætar konfektkúlur og þykja mjög góðar. Við sjáum Costa Nova sem er lítið sjávarþorp í nágrenni Aveiro, þekkt fyrir sína litríku og breiðu hús. Í Lissabon er gist á Figueira by Beautique hótelinu.

DAGUR 8, SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2025 – COIMBRA OG BROTTFÖR
Við hittum leiðsögumanninn á hótelinu, tékkum okkur út og setjum farangurinn í rútuna og keyrum til Coimbra sem er ein af elstu borgum Portúgals staðsett við Mondego fljótið. Borgin var í tíð D. Afonso Henriques höfuðborg landsins og á borgarmúrunum sem enn eru varðveittir má sjá sögulega byggingar frá miðöldum, þar á meðal Almedina-hliðið, sem var einn af inngöngum gömlu borgarinnar. Coimbra háskólinn er eitt af helstu kennileitum borgarinnar og hefur verið á UNESCO heimsminjaskrá síðan 2013. Byggingarnar hans eru staðsettar á hæð yfir borginni og eru þær mjög fallega varðveittar. Coimbra er einnig þekkt fyrir sína fallegu grasagarða, þar á meðal Botanical Garden sem var stofnaður á 18. öld og er fullur af einstökum plöntum og blómum. Þetta er frábær staður fyrir gönguferðir og til að slaka á í náttúrunni. Um kvöldið er flogið frá flugvellinum í Lissabon með Icelandair, FI579, kl. 22:20 og lent í Keflavík kl. 01:50.

Athugið
- Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.