Veðurblíða Mauritius er annáluð og því eiga þessi fallegu orð Kjarvals vel við; „þar sem heyra má fiðrildi prumpa“ því svo ljúft er veðrið á þessari fjarlægu og fallegu eyju. Ekki er vitað hvort Kjarval hafi komið til Mauritius en þó gæti það alveg verið því hann var siglingagarpur og uppátækjasamur náungi. Dódófuglinn var skrítinn fugl og bjó bara á Mauritius. Honum mættu sömu örlög og Geirfuglinum en þó er enn að finna einstaka náttúru á Mauritius. Risaskjaldbökur sem verða tæplega 200 ára gamlar, gæfir höfrungar, skrautlegar eðlur og hressir páfagaukar. Mauritius er suðupottur margskonar menningar þar sem þróast hefur frábær matargerð, kraumandi mannlíf og einstök menning. Í þessari ferð gefst ferðalöngum gott tækifæri til að njóta sólar og blíðu við Indlandshaf, bragð nýja og framandi rétti og upplifa umhverfi sem er engu líkt.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, gisting í tvíbýli með morgunmat í tilgreindum hótelum, allur akstur á milli flugvalla og gististaða, skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt framangreindu, og þjónusta innlendra leiðsögumanna.
    Ekki innifalið í verði: Ekki þjórfé persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt sérstaklega hér að framan, eða kostnaður við vegabréfsáritun, ferðaskilríki og afgreiðslu á landamærum.

    Ferðalýsing

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.