El Plantio
El Plantio er einstaklega góður keppnisvöllur. Brautirnar eru umkringdar stórum pálmatrjám sem setja mikinn karakter á völlinn ásamt vötnum. Skemmtilegur par 3 völlur er svo á El Plantio ásamt góðri æfingaaðstöðu. Klúbbhús vallarins er svo glæsilegt og býður upp á góðar veitingar.
Innifalið í verði er:
- Beint flug til og frá Alicante
- Innritaður farangur og handfarangur
- Flutningur á golfsetti
- Gisting á El Plantio Golf Resort með morgunverði eða hálfu fæði
- Ótakmarkað golf nema á komu og brottfarardegi*
- Golfbíll 18 holur á dag (golfbíll fyrir seinni hring kostar 10 evrur)
- Þjónustufulltrúi er á staðnum frá 31. mars 2023
*Athugið að seinni hringur er pantaður eftir fyrri hring dagsins og er háður umferð vallarins.
Rástímar eru yfirleitt á milli 09:00 – 11:00. Hafðu samband við golf@uu.is varðandi óskir um rástíma.
VERÐ FRÁ 149.900 KR. Á MANN M.V. 4 SAMAN Í ÍBÚÐ
VERÐ FRÁ 156.500 KR. Á MANN M.V. 2 SAMAN Í ÍBÚÐ
Skoðaðu verð og dagsetningar í bókunarvélinni okkar hér að ofan. Við getum sérsniðið ferðina að þínum þörfum – hafðu samband við golf@uu.is.
EL PLANTIO GOLF RESORT
El Plantio Golf Resort er vinsælt 4 stjörnu golfhótel staðsett í um 10-15 mínútna fjarlægð frá Alicante flugvelli og stutt í miðborg Alicante. Íbúðirnar eru vel búnar með tveimur svefnherbergjum, sólbaðsaðstöðu og fínum veitingastað sem býður upp á úrval miðjarðarhafsrétta.
Íbúðirnar eru með tveimur svefnherbergjum og eru 104 fermetrar útbúnar öllu því helsta. Þar má finna eldhús, baðherbergi, hárþurrku, stofu, borðstofu, loftkælingu, sjónvarp, þvottavél og þurrkara. Svalir eða verönd fylgja hverri íbúð. Annað svefnherbergið er með hjónarúmi, hitt er með tveimur rúmum.
Allar íbúðir eru búnar tveimur plasma sjónvörpum, hitastýrikerfi, öryggishólfi, baðherbergi, stofu, borðstofu, góðum svölum eða verönd, fullbúnu eldhúsi og þvottahúsi með þvottavél og þurrkara. Íbúðirnar eru um 500 metra frá klúbbhúsinu.
Alicante borgin
Borgin Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni og iðar af mannlífi ásamt því að vera gullfalleg gömul spænsk borg með heillandi miðbæ. Þar ríkir mikil matar- og vínmenning sem endurspeglast vel í þeim fjölda framúrskarandi veitingastaða sem eru á svæðinu.
Í Alicante er að finna fjölda áhugaverðra safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Strendur Alicante eru fallegar og þar er mannlífið litríkt. Næturlíf borgarinnar er alþekkt og geta skemmtanaþyrstir ferðalangar valið á milli fjölda bara og nætuklúbba sem er aðeins í 10 mínútna fjarlægð frá El Plantio.