Egyptaland er einstakt í sinni röð sem fóstrað hefur háþróuð menningarríki síðustu 4.500 ár. Lífæð landsins hefur alla tíð verið stórfljótið Níl og á bökkum þess getur að líta stórkostlegar minjar um horfnar menningarþjóðir sem réðu yfir ótrúlegu verkviti og sýndu trúarhita sinn og ótakmarkaða lotningu fyrir sínum háu herrum í gegnum stórfengleg musteri og listaverk.

  Ferðalýsing

  Ferðatilhögun

  Verð og dagsetningar

  Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 5 nætur á 5 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, tvær nætur á 5 stjörnu hóteli með öllu inniföldu (ekki sterkir erlendir drykkir), þrjár nætur á fyrsta flokks fljótaskipi með öllu inniföldu (ekki drykkir), flug frá Kaíró til Aswan og frá Hurghada til Kaíró, einn hádegisverður, þrír kvöldverðir, allar tilgreindar skoðunarferðir með rútum, aðgöngumiðum og fararstjórn, og leiðsögn sérfróðs enskumælandi fararstjóra.
  Ekki innifalið í verði: Vegabréfsáritun sem skal greiða við komu til Kaíró - 25 amerískir dollarar í reiðufé, bólusetningar (uppl. á heislugæslustöð), ferðatryggingar, eða annað en það sem kemur fram í ferðalýsingu.

  Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?

  Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@urvalutsyn.is

  Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.

  Athugið

  • Athugið við bókun að gefa upp nafn eins og það er í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega, sé ekki svo.
  • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óendurkræft. Bent skal á að greiða með kreditkorti og fæst gjaldið þá endurgreitt í gegnum flestar kotratryggingar ef forföll falla undir tryggingarskilmála. Nánari uppl. má fá hjá bankanum þínum eða hjá kortafyrirtækjum. Einnig má greiða með millifærslu í heimabanka.
  • Uppgjör ferðakostnaðar skal fara fram 12 vikum fyrir brottför (15 jan. 2020).
  • Senda skal Úrval-Útsýn afrit af myndaopnu vegabréfs a.m.k. 30 dögum fyrir brottför.
  • Kynningarfundur verður haldinn 4-6 vikum fyrir brottför.
  • Ferðin byggir á almennum ferðaskilmálum um alferðir.
  • Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur Úrval Útsýn sér rétt að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki.