Egyptaland er einstakt í sinni röð sem fóstrað hefur háþróuð menningarríki síðustu 4.500 ár. Lífæð landsins hefur alla tíð verið stórfljótið Níl og á bökkum þess getur að líta stórkostlegar minjar um horfnar menningarþjóðir sem réðu yfir ótrúlegu verkviti og sýndu trúarhita sinn og ótakmarkaða lotningu fyrir sínum háu herrum í gegnum stórfengleg musteri og listaverk.

  Í þessari ferð skoðum við píramídana miklu í Giza og fleiri gersemar í Kairó, fljúgum upp með Níl til Aswan, siglum með fljótaskipi niður Níl, dveljum á lúxushóteli við strönd Rauðahafsins, förum því næst til hinnar stórkostlegu borgar Alexandríu og klárum Cairo heimsókn okkar áður en við fljúgum heim. Hvarvetna verður dvalið á 5 stjörnu hótelum, og víðast er innifalið fullt fæði og allar skoðunarferðir. Í för verða sérfróðir innfæddir enskumælandi fararstjórar og íslenskur fararstjóri sem heldur vel utan um hópinn.

  Sæki dagsetningar...

  Ferðalýsing

  Verð og dagsetningar

  Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, flug frá Kaíró til Aswan og frá Hurghada til Kaíró, ferðir til og frá flugvelli, fimm nætur á 5 stjörnu hóteli með morgunverði, tvær nætur á 5 stjörnu hóteli með öllu inniföldu (ekki sterkir erlendir drykkir), þrjár nætur á fyrsta flokks fljótaskipi með öllu inniföldu (ekki drykkir), einn hádegisverður, þrír kvöldverðir, allar tilgreindar skoðunarferðir með rútum, aðgöngumiðum og fararstjórn, og leiðsögn sérfróðs enskumælandi fararstjóra.
  Ekki innifalið í verði: Vegabréfsáritun sem skal greiða við komu til Kaíró - 25 amerískir dollarar í reiðufé, bólusetningar (uppl. á heislugæslustöð), ferðatryggingar, eða annað en það sem kemur fram í ferðalýsingu.
  Sæki verð...