Phuket héraðið nær yfir Phuket eyju og 32 aðrar minni eyjur á vesturströnd Taíland í Andamanhafi. Þessi undurfagra sólareyja í Suður-Taílandi er frábær áfangastaður fyrir alla aldurshópa.
  Sæki dagsetningar...

  Verð og dagsetningar

  Sæki verð...
  Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 10 nætur á Nap Patong Phuket 4★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, Flug með Icelandair og Thai Airways, 3 skoðunarferðir, tveir hádegisverðir, og innlend fararstjórn.
  Ekki innifalið í verði: Þjórfé, eða city tax.

  Ferðalýsing

  Dagskrá

  Phuket

  Athugið

  • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
  • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
  • Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun fyrir ferðir til Thailand sem vara 30 daga eða skemur, en gilt vegabréf er nauðsynlegt. Mikilvægt er að gildistími vegabréfs nái sex mánuði fram yfir dagsetningu áætlaðrar heimkomu. Gott ráð er að hafa ljósrit af fyrstu síðum vegabréfs með í för.
  • Upplýsingar um bólusetningar má fá á heilsugæslustöðvum en gagnlegar leiðbeiningar er að finna á heimasíðu Landlæknisembættisins og á síðunni ferdavernd.is. Það er á ábyrgð farþega sjálfra að sjá til þess að með í för sé gilt vegabréf, nauðsynlegar vegabréfsáritanir og bólusetningarvottorð.
  • Tímamunur: Þegar klukkan er 12 á hádegi á Íslandi, er hún sjö að kvöldi sama dags í Phuket.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.