Ekki er hægt að byrja árið betur. Í ferðinni mun Karitas bjóða upp á skemmtilegar æfingar sem henta jafnt byrjendum og lengra komnum. Boðið verður upp á Pilates tíma á morgnana, skemmtilegar hjólaferðir, göngur, Tabata keyrslu og liðkandi æfingar fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í golf. Æfingarnar henta öllum aldurshópum, hvort sem um er að ræða þol, styrk og liðleika. Karítas setur fram hugmyndir að vikumatseðli, skemmtilegu millimáli m.m. til að færa okkur nær heilbrigðum lífsstíl í byrjun heilsuársins 2022.
  Sæki dagsetningar...

  Verð og dagsetningar

  Sæki verð...
  Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á 4 stjörnu gistingu með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, aðgangur að líkams-og heilsurækt, og dagskrá með Karítas Lárusdóttur.
  Ekki innifalið í verði: Afnot af jógadýnum, hver og einn kemur með sína eigin dýnu í ferðina..

  Ferðalýsing

  Dagskrá

  Tigotan Lovers & Friends ★★★★

  Tenerife

  Athugið

  • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
  • Staðfestingargjald er 40.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
  • Athugið að ef til þess kemur að Úrval Útsýn þurfi að fella niður ferðina er hún endurgreidd að fullu.
  • Minnum á ferðaskilmála Úrvals-Útsýnar (sjá www. uu.is) sem fylgja hér á síðunni.
  • Engin endurgreiðsla ferðakostnaðar kemur til ef víkja þarf frá skipulagðri dagskrá og leiðum af öryggisástæðum (t.d. vegna veðurlags eða þess að hópurinn hefur ekki getu til að fylgja skipulagðri áætlun).
  • Við mælum sterklega með því að þátttakendur hafi góða ferðatryggingu og Evrópska sjúkratryggingakortið.
  • Þátttakendur skulu hafa meðferðis fatnað við hæfi sérstaklega skal minnt á góðan skóbúnað.
  • Gönguferðir okkar leggja mesta áherslu á skemmtun og upplifun. Við gerum engar kröfur um líkamlegt atgervi þátttakenda vegna þátttöku í hjóla- og gönguferðum. Skipulagning er með þeim hætti að ekki eru gerðar kröfur um sérstakar æfingar eða þjálfun fyrir ferðirnar heldur gengið út frá því að þátttakendur séu í þokkalegu formi og stríði ekki við veikindi.
  • Ef þið eruð í vafa mælum við með heimsókn til heimilislæknis og að fara að hans ráðum. Það er ábyrgð þátttakenda að hafa líkamlegt atgervi til að ljúka ferðinni. Upplýsingar okkar um líkamlega getu þátttakenda eru aðeins til upplýsingar eftir bestu vitneskju og reynslu en frávik eru ekki á okkar ábyrgð. Ef þátttakandi treystir sér ekki til að ljúka ferð sem gengið hefur samkvæmt áætlun er það á hans ábyrgð en ekki okkar.