Höfuðborg Bæjaralands í Suður-Þýskalandi hefur um aldir verið á krossgötum menningarstrauma og alla tíð sannkölluð gleðiborg. Það er engin tilviljun að gælunafn borgarinnar er “Weltstadt mit Herz”, heimsborg með hjarta.
Höfuðborg Bæjaralands í Suður-Þýskalandi hefur um aldir verið á krossgötum menningarstrauma og alla tíð sannkölluð gleðiborg. Það er engin tilviljun að gælunafn borgarinnar er „Weltstadt mit Herz“, heimsborg með hjarta.
München er í margra augum eitt risastórt þorp fremur en uppáþrengjandi stórborg. Borgin hefur upp á ótal margt að bjóða og er tilvalinn áfangastaður fyrir menningarvita sem og áhugafólk um bjórdrykkju og afslöppun. Þar er að finna fjölda kaffihúsa, veitingastaða og verslunarhúsa. Heillandi arkítektúrinn gefur borginni sérstakan sjarma sem tengir hana við fyrri tíma. Þessi flotta borg sem liggur við ána Isar, tekur vel á móti gestum úr öllum áttum.
JÓLAMARKAÐUR
Hæst rís gleðin með opnun jólamarkaðarins við Marienplatz þann 27. nóvember og er hann er opinn fram á aðfangadag. Enda þótt þessi aðalmarkaður dragi til sín flesta gesti eru hvorki fleiri né færri en 8 aðrir jólamarkaðir og jólahátíðir víðsvegar um borgina. Sérstaklega er vert að minna á Miðaldahátíðina á Wittelsbachplatz og jólamarkaðinn í Schwabing-hverfinu.
NÆTURLÍFIÐ
Auk jólamarkaðanna má finna úrval verslana í boginni. Næturlífið er fjörlegt og sjálfsagt er að heimasækja eitt öldurhúsið og gæða sér á fleytifullri bjórkrús. Víst er að enginn verður svikinn um andagift jólanna og hátíðarspennuna í München um aðventuna.