Marrakesh – nafnið eitt kallar fram minningar úr 1001 nótt. Iðandi og kraftmikil borg sem er einstök í sinni röð, litríkur og seiðandi menningarheimur, óræður ilmur, ólgandi líf en samt róandi andi. Rauða borgin er hún nefnd vegna roðalitra virkisveggja sem staðið hafa umhverfis gömlu borgina frá 13. öld. En rauði liturinn er aðeins einn af óteljandi litbrigðum í hinu ótrúlega litrófi Marrakesh. Við bjóðum í beinu flug með Icelandair langa helgi í Marrakesh. Skemmtilegar skoðunarferðir í boði með íslenskum fararstjóra.
Sæki dagsetningar...

Nánar um Marrakesh

Skoðunarferðir

Verð og dagsetningar

Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 4–6 nætur á 4–5 stjörnu gistingu með morgunverði, og íslensk fararstjórn.
Sæki verð...