Verð og dagsetningar
Ferðalýsing
Loksins er komið að því að upplifa Madeira þessa fallegu náttúruperlu og við bjóðum upp á sérhannaða 11 daga ferð á eyjunni fögru. Eyjan sem tilheyrir Portúgal er rúmlega 800 ferkílómetrar að stærð og liggur í Atlantshafinu u.þ.b. 600 km vestur af ströndum Afríku. Hinar vinsælu 60+ ferðir með Lóló hafa svo sannarlega slegið í gegn. Í þeim njótum við samvista við jafnaldra, vini og kunningja í yndislegu og hlýju loftslagi. Friðsæld, fallegt landslag og fjölbreyttur gróður ásamt afar mildu veðurfari, heillar og laðar til sín ferðamenn víða að. Madeira er frekar lítil portúgölsk eyja, tæplega 800 ferkílómetrar, en saga hennar er afar forvitnileg. Eyjan sjálf og nálægu eyjarnar Porto Santo og Desertas eyjar voru mikilvæg bækistöð hins mikla landkönnunar- og nýlenduveldis Portúgala fyrr á öldum og drógu að sér sæfara og drekkhlaðin kaupskip sunnan úr heimi




Skoðunarferðir
Austur-eyjan – 8.apríl
Brottför milli kl. 8:30 og 9 að morgni. Í þessari forvitnilegu ferð verður farið vítt og breytt um austurhluta Madeira. Ferðin hefst í þorpinu Camacha þar sem þjóðdansaflokkur er mættur og einnig verður kynnt listin að vefa úr tágum. Þá liggur leið upp á annan hæsta tind eyjunnar, Pico do Areeiro (1.818 m) og síðan áfram til þjóðgarðsins Ribeiro Frio þar sem m.a. verður skoðuð lítil silungs-eldistöð. Áfram liggur leið til Santana með gömul og skemmtileg hús. Hér verður snæddur hádegisverður. Enn verður haldið í austur og stutt stop á útsýnissstaðnum Portela (670 m) með frábæru útsýni yfir tilkomumikla norðurströndina, m.a. klettana sem einkenna Madeira, Penha D’Aguia. Loks verður komið á austasta odda eyjunnar, Ponta de Sao Lourenco. Á heimleið verður áð í þorpinu Machico þar sem fyrstu landnemarnir tóku sér ból. Komið er til baka um kl.16:30 – 17:00
Verð: 14.200 kr á mann
Dalur nunnanna – 6.apríl
Brottför milli kl. 8:30 og 9 að morgni. Dalur nunnanna er djúp sigdæld um miðja vegu á eynni, umlukin grænum og snarbröttum fjöllum. Nafnið er tilkomið frá flótta nunna í dalinn, sem bjuggu í Santa-Clara klaustrinu í Funchal, undan frönskum og blóðþyrstum sjóræningjum fyrir um 500 árum. Fyrsta stop í þessari hálfs-dags ferð er á Pico dos Arcelos með óviðjafnanlegu útsýni yfir Funchal-borg. Í góðu veðri sést jafnvel til úteyja Madeira. Ferðin heldur áfram til Eira do Serrado sem er í 1000 metra hæð og þaðan má horfa niður í djúpan Dal nunnanna þar sem lítið þorp kúrir undir bröttum fjallshlíðum. Gönguleiðin niður er mikil áskorun en ekið verður niður hlíðina og áð í þorpinu. Boðið verður upp á sérrívínið Ginginha og einkennisköku- og brauð þorpsins þar sem kastaníuhnetur leika aðalhlutverk. Á heimleið verður komið við í víngerð og smakkað á nokkrum tegundum Madeiravíns. Komið er til baka um kl.13.
Verð: 7.800 kr á mann
Vestureyjan – 10.apríl
Brottför milli kl. 8:30 og 9 að morgni. Í þessari ferð verður litast um á vesturhluta Madeira. Fyrst verður stoppað á Pico da Torre með fallegu útsýni yfir fiskibæinn Camara de Lobos sem heitir í höfuðið á munkaselum sem voru hér fjölmennir í eina tíð. Þá tekur við heimsókn til Cabo Girao, sem er hæsti sjávarhamar Evrópu og sá annar hæsti í heimi (580 m). Þeir hughraustu geta fikrað sig út á glersvalir og horft beint niður í fjöru. Þorpið Ribeira Brava, sem var fyrsta kirkjusókn eyjunnar, er mjög vinsælt hjá ferðamönnum. Í framhaldinu verður stoppað á Encumeada þar sem sjá má báðar hliðar Madeira, til norðurs og suðurs. Komið verður við á hásléttunni Paul da Serra, sem liggur í 1500 hæð, og ferðinni lýkur með heimsókn til hins gullfallega þorps Porto Moniz, við vestasta odda Madeira sem státar af frægum eldfjalla-sundlaugum. Komið er til baka um kl.16:30 – 17:00
Verð: 14.200 kr á mann
Matarveisla að hætti heimamanna -12.apríl
Brottför milli kl.19:20 og 19:40. Í þessari ferð er boðið til hefðbundinnar veislu að hætti Madeiramanna á dæmigerðum veitingastað. Hér verður borinn á borð nauta kjöt á spjóti – Espetada – sem ættaður er frá Camara de Lobos (sjá ofar). Nautasteikurnar eru kryddaðar með salti, hvítlauk og lárviðarlaufi og síðan grillaðar yfir viðarkolum. Meðlæti er gjarnan milho frito (steiktur maís) og Bolo de Caco, sem er hvítlauksbrauð. Undir borðum er boðið upp á lifandi þjóðlagatónlist þar sem við kynnumst skrítnum hljóðfærum á borð við rajao, brinquinho og cavaquinho! Rútuferðir fram og tilbaka ásamt máltíð með vínglasi eða öðrum drykk. Komið er til baka í kringum 23:00.
Verð: 7.900 kr á mann
Dagskrá
Dagur 1, fimmtudagur, 4. apríl 2024 — Komudagur
Keflavík – Madeira kl. 08:20 – 13:45
Akstur til hótelsins
Gestir kanna svæðið
Dagur 2, föstudagur, 5. apríl 2024
07:30 – 10:00: Morgunverður
Hvíld og slökun
Dagur 3, laugardagur, 6. apríl 2024
07:30 – 10:30 Morgunverður
10:30 – 11:30 Morgunganga og teygjur
Dagur 4, sunnudagur, 7. apríl 2024
07:30 – 10:00 Morgunverður
10:30 – 11:30 Pilates leikfimi og teygjur
16:00 Hreyfing í vatni
Dagur 5, mánudagur, 8. apríl 2024
07:30 – 10:30 Morgunverður
10:30 – 11:30 Morgunganga á ströndinni
Dagur 6, þriðjudagur, 9. apríl 2024
07:30 – 10:00: Morgunverður
10:30 – 11:30 Pilates leikfimi og teygjur
16:00 Hreyfing í vatni
Dagur 7, miðvikudagur, 10. apríl 2024
07:30 – 10:30 Morgunverðu
10:30 – 11:30 Morgunganga og Pilates leikfimi
Dagur 8, fimmtudagur, 11. apríl 2024
07:30 – 10:30 Morgunverður
10:30 – 11:30 Morgunganga og teygjur
Dagur 9, föstudagur, 12. apríl 2024
07:30 – 10:00 Morgunverður
Hvíld og slökun
Dagur 10, laugardagur, 13. apríl 2024 — Brottfarardagur
NO4925 Madeira – Keflavík 14:55 – 20:30
Akstur frá hótelinu að flugvellinum – Fararstjóri veitir nánari upplýsingar um brottfarartíma frá hótelinu.
Gistingar í boði
Vidamar Hotel Madeira er glæsilegt 5* hótel með stórum garði , þremur stórum útisundlaugum og einni barnalaug. Hótelið er vel staðsett með beinan aðgang að sjónum, umkringt görðum með fallegum plöntum og pálmatrjám. Frá hótelinu er frábært útsýni yfir Funchal.
GISTING
Í boði eru tvíbýli með hliðar-sjávarsýn eða með sjávarsýn. Tvíbýlin eru öll vel útbúin með sófa, borðstofuborði, plasma sjónvarpsskjá, fríu Wi-Fi og svölum. Á herbergjunum eru einnig fullbúin marmara baðherbergi með sturtu og baðkari.
AÐSTAÐA
Á hótelinu eru þrjár sundlaugar, heilsulind og líkamsræktarstöð. Í heilsulindinni er sundlaug, gufubað, sturtur og slökunarherbergi með fallegu útsýni. Þar gefst gestum kostur á að njóta allskyns fegurða- og nuddmeðferða gegn gjaldi. Líkamsræktarstöðin er fullbúin helstu tækjum og tólum, svo sem hlaupabrettum, hjólum og lóðum. Gestir hafa aðgang að námskeiðum og kennslutímum, t.d. dans- og þolfimitímum, gegn gjaldi.
AFÞREYING
Á hótelinu eru sundlaugar, heilsulind og líkamsræktarstöð.. Einnig geta gestir slakað á í kaffihúsi heilsulindarinnar gegn gjaldi. Í líkamsræktarstöðinni er hægt að stunda allskyns hreyfingu, bæði í sal og úti í sundlaug. Sérhæfðir líkamsræktarþjálfarar aðstoða og leiðbeina gestum í líkamsræktinni með allskonar hjálpartækjum og prógrömmum (gegn gjaldi).
VEITINGASTAÐIR
Á hótelinu eru fimm veitingastaðir ásamt nokkrum börum, bæði úti og inni.
Koi Sushi Restaurant - sushi veitingastaður þar sem alltaf er ferskur fiskur á boðstólnum.
Mamma Mia Italian Restaurant - ítalskur veitingastaður þar sem boðið er upp á árstíðarbundinn matseðil með sérvöldum portúgölskum vínum.
Sabor a Mar - veitingastaður sem er staðsettur einungis 50 skrefum frá sjónum. Á staðnum er boðið upp á léttar veitingar og sjávarrétti kvölds og morgna. Á völdum kvöldum á sumrin er kveikt upp í grillinu.
Casa Das Espetadas Restaurant - veitingastaðurinn er í um 100 metra fjarlægð frá hótelinu og sérhæfir sig í viðargrillaðri matreiðslu. Maturinn er eldaður fyrir framan viðskiptavinina.
Ocean Buffet Restaurant - veitingastaðurinn er staðsettur á annarri hæð hótelsins með fallegt útsýni yfir hótelgarðinn og sjóinn. Boðið er upp á hlaðborð með þemakvöldum; latínskum, amerískum, portúgölskum, ítölskum og alþjóðlegum mat. Á morgnanna er boðið upp á glæsilegt hlaðborð.
Lisboa Bar - Á sumrin gefst tækifæri á að slaka á í verönd hótelsins með rólegri tónlist. Val er um allskyns kokteila, bjór, portúgölsk vín og fleira.
FYRIR BÖRNIN
Á hótelinu er krakkaklúbbur fyrir börn á aldrinum 3-11 ára. Starfsmennirnir sérhæfa sig í að skipuleggja leiki og fræðslu fyrir börn á mismunandi aldri. Í leikherberginu eru börnin örugg og hafa aðgang að leikföngum, vatnsskemmtun og úrvali íþrótta. Einnig er boðið upp á andlitsmálningu og leiki.
Á hótelinu er sér sundlaug fyrir börnin.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett í megin ferðamannakjarna Lido, í göngufjarlægð frá verslunarmiðstöðvum, börum, súpermörkuðum og fleiru. Hótelið er í um 18 km. fjarlægð frá flugvellinum
AÐBÚNAÐUR Á HOTEL VIDAMAR MADEIRA
Sundlaugar
Líkamsræktarstöð
Gufubað
Frítt Wi-Fi
Krakkaklúbbur
Barir
Veitingastaðir
Morgunverðarhlaðborð
Kvöldverðarhlaðborð
Vatnasport (gegn gjaldi)
Skvassvöllur
Danstímar (gegn gjaldi)
Þolfimitímar (gegn gjaldi)
Madeira
Íslensk fararstjórn er á staðnum.
Lega eyjunnar í Atlantshafinu tryggir að veðurfarið er þægilegt, milt og stöðugt árið um kring. Landslagið er ægifagurt, tignarleg fjöll, klettar, djúpir dalir og fjölskrúðugur gróður milli fjalls og fjöru. Sykurreyr, vín- og bananaekrur setja svip sinn á landið auk fjölda skrúðgarða. Gamalt áveitukerfi er enn gulls ígildi og mikil völundarsmíð. Um alla eyju eru afar skemmtilegar gönguleiðir.

Madeira tilheyrir Portúgal en er með sjálfstjórn og eigið þing. Eyjan er um 740 ferkílómetrar að stærð og íbúar um 300 þúsund. Fólkið er einstaklega vingjarnlegt og auk portúgölsku tala mjög margir ensku. Ekki er mikið um stórar sandstrendur á eyjunni, víðast hvar eru klettastrendur og fallegar víkur. Þó má finna manngerðar sandstrendur með gullnum sandi.
Höfuðborgin Funchal
Við suðurströndina er höfuðborgin Funchal, heillandi bær í nýlendustíl með ríka menningarsögu. Gamli bærinn er einstaklega fallegur. Þar eru ódýr og góð portúgölsk veitingahús, fjölbreyttir markaðir, glæsilegar handverksbúðir og fjöldi kaffihúsa. Höfnin er sjarmerandi og gaman að rölta meðfram sjónum og fylgjast m.a. með hinum mörgu skemmtiferðarskipum sem þangað koma. Fallegir garðar prýða bæinn eins og alla eyjuna.

Lido ferðamannasvæðið
Fyrir vestan Funchal hefur byggst upp heilmikið ferðamannasvæði, Lido, þar sem eru fjölmörg hótel, veitingastaðir, verslanir og önnur þjónusta fyrir ferðamenn. Meðfram sjónum er göngustígur og á stöku stað hafa verið búnar til litlar sandstrendur eða önnur baðaðstaða fyrir unnendur sjávar. Einnig er alls konar sjávarsport í boði. Til að komast inn í Funchal, má ganga eftir fallegum stíg eða taka strætó frá hóteli.
Við bjóðum upp á úrval gististaða, 3, 4 og 5 stjörnur, bæði í Lido hverfinu og inni í borg.

Gaman að skoða
Fjölbreyttar kynnisferðir verða í boði, s.s. um höfuðborgina Funchal, í sjávarþorp, bændabýli, upp á Pico do Arieiro sem er hæsti tindur eyjarinnar (1818 m), um gömul eldfjöll og djúpa dali, gönguferðir og náttúruskoðun, þjóðleg kvöldskemmtun og fleira. Möguleikarnir eru óþrjótandi á þessari fallegu eyju með áhugaverða sögu og einstaka náttúru.
Skoðunarferðir
Austur-eyjan – 8.apríl
Brottför milli kl. 8:30 og 9 að morgni. Í þessari forvitnilegu ferð verður farið vítt og breytt um austurhluta Madeira. Ferðin hefst í þorpinu Camacha þar sem þjóðdansaflokkur er mættur og einnig verður kynnt listin að vefa úr tágum. Þá liggur leið upp á annan hæsta tind eyjunnar, Pico do Areeiro (1.818 m) og síðan áfram til þjóðgarðsins Ribeiro Frio þar sem m.a. verður skoðuð lítil silungs-eldistöð. Áfram liggur leið til Santana með gömul og skemmtileg hús. Hér verður snæddur hádegisverður. Enn verður haldið í austur og stutt stop á útsýnissstaðnum Portela (670 m) með frábæru útsýni yfir tilkomumikla norðurströndina, m.a. klettana sem einkenna Madeira, Penha D’Aguia. Loks verður komið á austasta odda eyjunnar, Ponta de Sao Lourenco. Á heimleið verður áð í þorpinu Machico þar sem fyrstu landnemarnir tóku sér ból. Komið er til baka um kl.16:30 – 17:00
Verð: 14.200 kr á mann
Dalur nunnanna – 6.apríl
Brottför milli kl. 8:30 og 9 að morgni. Dalur nunnanna er djúp sigdæld um miðja vegu á eynni, umlukin grænum og snarbröttum fjöllum. Nafnið er tilkomið frá flótta nunna í dalinn, sem bjuggu í Santa-Clara klaustrinu í Funchal, undan frönskum og blóðþyrstum sjóræningjum fyrir um 500 árum. Fyrsta stop í þessari hálfs-dags ferð er á Pico dos Arcelos með óviðjafnanlegu útsýni yfir Funchal-borg. Í góðu veðri sést jafnvel til úteyja Madeira. Ferðin heldur áfram til Eira do Serrado sem er í 1000 metra hæð og þaðan má horfa niður í djúpan Dal nunnanna þar sem lítið þorp kúrir undir bröttum fjallshlíðum. Gönguleiðin niður er mikil áskorun en ekið verður niður hlíðina og áð í þorpinu. Boðið verður upp á sérrívínið Ginginha og einkennisköku- og brauð þorpsins þar sem kastaníuhnetur leika aðalhlutverk. Á heimleið verður komið við í víngerð og smakkað á nokkrum tegundum Madeiravíns. Komið er til baka um kl.13.
Verð: 7.800 kr á mann
Vestureyjan – 10.apríl
Brottför milli kl. 8:30 og 9 að morgni. Í þessari ferð verður litast um á vesturhluta Madeira. Fyrst verður stoppað á Pico da Torre með fallegu útsýni yfir fiskibæinn Camara de Lobos sem heitir í höfuðið á munkaselum sem voru hér fjölmennir í eina tíð. Þá tekur við heimsókn til Cabo Girao, sem er hæsti sjávarhamar Evrópu og sá annar hæsti í heimi (580 m). Þeir hughraustu geta fikrað sig út á glersvalir og horft beint niður í fjöru. Þorpið Ribeira Brava, sem var fyrsta kirkjusókn eyjunnar, er mjög vinsælt hjá ferðamönnum. Í framhaldinu verður stoppað á Encumeada þar sem sjá má báðar hliðar Madeira, til norðurs og suðurs. Komið verður við á hásléttunni Paul da Serra, sem liggur í 1500 hæð, og ferðinni lýkur með heimsókn til hins gullfallega þorps Porto Moniz, við vestasta odda Madeira sem státar af frægum eldfjalla-sundlaugum. Komið er til baka um kl.16:30 – 17:00
Verð: 14.200 kr á mann
Matarveisla að hætti heimamanna -12.apríl
Brottför milli kl.19:20 og 19:40. Í þessari ferð er boðið til hefðbundinnar veislu að hætti Madeiramanna á dæmigerðum veitingastað. Hér verður borinn á borð nauta kjöt á spjóti – Espetada – sem ættaður er frá Camara de Lobos (sjá ofar). Nautasteikurnar eru kryddaðar með salti, hvítlauk og lárviðarlaufi og síðan grillaðar yfir viðarkolum. Meðlæti er gjarnan milho frito (steiktur maís) og Bolo de Caco, sem er hvítlauksbrauð. Undir borðum er boðið upp á lifandi þjóðlagatónlist þar sem við kynnumst skrítnum hljóðfærum á borð við rajao, brinquinho og cavaquinho! Rútuferðir fram og tilbaka ásamt máltíð með vínglasi eða öðrum drykk. Komið er til baka í kringum 23:00.
Verð: 7.900 kr á mann
Athugið
- Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
- Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
- Við hvetjum farþega til að kynna sér hvaða tryggingar eru innifaldar í greiðslukorti sínu og/eða heimilistryggingu. Athugið að þessar tryggingar eru mismunandi eftir tegund greiðslukorts, kynnið ykkur vel skilmála þeirra, sem má fá hjá útgefanda greiðslukortsins. Einnig er hægt er að sækja um sjúkratryggingakort hjá Sjúkratryggingum Íslands – http://www.sjukra.is .