Flott 4 stjörnu golfsvæði í bænum Cascais sem er 1/2 klst akstursfjarlægð frá Lissabon. Glæsilegt hótel og góður 18 holu golfvöllur sem hefur haldið ýmis atvinnumannamót. Stutt í strönd og iðandi mannlíf. Onyria Quinta da Marinha er kjörinn staður spila golf og upplifa ógleymanleg augnablik á meðan þú uppgötvar nýja sýn á lúxus og þægindi í hjarta náttúrunnar.
Verð og dagsetningar
Sæki verð...
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, flutningur á golfsetti, og 5 golfhringir á Quinta da Marina vellinum (Ótakmarkað golf. Seinni hring þarf að bóka á staðnum og er hann háður framboði).
Ekki innifalið í verði:
Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, akstur til/frá flugvelli og hótels, eða golfkerra/golfbíll (kostar 50 EUR).
Athugið
- Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.