Ævintýraferð á vit magnaðra söguslóða, litríkrar menningar og skínandi sólar í konungsríkinu Jórdaníu þar sem stórveldi hafa risið og hnigið í árþúsundir. Jórdanir lúta nú konungsstjórn og þar ríkir friður og stöðugleiki. Jórdanir eru elskulegt fólk sem búa í ægifögru landi þar sem ríkir skilningur milli Islam og Kristni. Landið býður upp á stórkostlega matarmenningu og háþróaða innviði ferðaþjónustu. Ekki að ósekju að landið hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður Mið-Austurlanda. Skelltu þér í spor Arabíu-Lawrence og komdu með í sannkallaða ævintýrareisu með sérfróðum íslenskum fararstjóra.
Sæki dagsetningar...

Ferðalýsing

Ferðatilhögun

Verð og dagsetningar

Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 11 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, vegabréfsáritun í Jórdaníu, innlendur leiðsögumaður, allur rútuakstur skv. ferðalýsingu, hótelgisting skv. hótellista, einn kvöldverður, aðgangseyrir að öllum stöðum sem koma fram í ferðalýsingu, hestaferð að Petra (þjórfé ekki innifalið), 3ja klst jeppaferð í Wadi Rum eyðimörkinni, og ein hótelnótt á flugvallarhóteli í London með morgunverði. (Ferð með hinum núýu POD-skutlum frá flugstöð til hótels er ekki innifalin og greiðist á staðnum: 5 ensk pund hvora leið).
Ekki innifalið í verði: Ferðatrygging, þjórfé, drykkir, annað en fram kemur að ofan, eða POD-ferð milli flugstöðvar í London og hótels, 5 ensk pund hvora leið.
Sæki verð...