Balí er sannkölluð Paradísareyja þar sem má m.a. finna þétta og lifandi frumskóga, hvítar strendur, blátæran sjó og iðandi og framandi mannlíf. Hvort sem tilgangurinn er að fara á vit afslöppunar og hugleiðslu, þræða skemmtilega slóða í göngutúrum og hjólaferðum,eða bara að liggja í sólbaði er Balí rétti áfangastaðurinn. Balí er eins og lifandi póstkort,
Sæki dagsetningar...

Ferðalýsing

Verð og dagsetningar

Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á Tijili Benoa Hotel, Nusa Dua ★★★★ með morgunverði, 7 nætur á Best Western Premier Agung Resort Ubud ★★★★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, rútuferðir til og frá flugvelli og milli gististaða, og kvöldverður á gamlárskvöld.
Ekki innifalið í verði: Þjórfé, ferðatryggingar, eða áritun inn í Bali - Fæst við komu, íslenskir ferðamenn þurfa ekki að greiða fyrir áritun fyrir dvöl undir 30 dögum.
Sæki verð...

Athugið

  • Vegabréf þurfa að hafa gildistíma 6 mánuði fram yfir áætlaðan heimferðardag.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
  • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Minnum á ferðaskilmála Úrvals-Útsýnar (sjá uu.is).
  • Lágmarksfjöldi í ferðinni er 20 manns.