Hressandi og frábær Zumba og Jóga ferð með Jóa og Theu til Albir á Spáni. Dvalið er á Albir Playa Hotel & Spa sem er gríðarlega vinsælt hótel. Herbergin eru rúmgóð og þægileg, maturinn er mjög góður og þjónusta og aðstaða til fyrirmyndar. Dagskráin er mátulega mikil með jógatímum og Zumba partýjum á hótelinu og niðri á strönd. Í jóga fá ferðalangar góðar teygjur, aukinn styrk, meiri mýkt og dásamlega slökun. Í Zumba er dansað af gleði og innlifun í takt við frábæra tónlist. Útrás, kraftur og tær gleði.
  Sæki dagsetningar...

  Verð og dagsetningar

  Sæki verð...
  Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, hálft fæði, akstur til og frá flugvelli, og zumba og jóga.
  Ekki innifalið í verði: Skoðanaferðir, eða City Tax.

  Ferðalýsing

  Dagskrá

  Albir Playa Hotel & Spa ★★★★

  Alicante

  Athugið

  • Staðfestingargjald er 40.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
  • Athugið að dagskrá getur breyst.
  • Lágmarksþátttaka í ferðina er 20 manns.
  • Nafn verður alltaf að vera skráð nákvæmlega eins og það er á vegabréfi viðkomandi.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Forfallatrygging er ekki í boði í sérferðum ferðaskrifstofunnar.
  • Í mörgum tilfellum er forfallatrygging innifalin í skilmálum greiðslukorta og/eða heimilis- og fjölskyldutrygginga fólks og er viðskiptavinum bent á að hafa samband við útgáfuaðila kortsins eða tryggingarfélag til að kanna stöðu mála.
  • Verð ferðar miðast við gengi og flugvallaskatta nóvember 2017 og er háð almennum gengisbreytingum.
  • Úrval-Útsýn er aðili að SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, sjá www.saf.is) og því gilda almennir skilmálar samtakanna um allar ferðir ferðaskrifstofunnar.
  • Þátttakendur skulu hafa meðferðis fatnað við hæfi sérstaklega skal minnt á góðan skóbúnað.
  • Gönguferðir okkar leggja mesta áherslu á skemmtun og upplifun. Við gerum engar kröfur um líkamlegt atgervi þátttakenda vegna þátttöku í hjóla- og gönguferðum. Skipulagning er með þeim hætti að ekki eru gerðar kröfur um sérstakar æfingar eða þjálfun fyrir ferðirnar heldur gengið út frá því að þátttakendur séu í þokkalegu formi og stríði ekki við veikindi.
  • Ef þið eruð í vafa mælum við með heimsókn til heimilislæknis og að fara að hans ráðum. Það er ábyrgð þátttakenda að hafa líkamlegt atgervi til að ljúka ferðinni. Upplýsingar okkar um líkamlega getu þátttakenda eru aðeins til upplýsingar eftir bestu vitneskju og reynslu en frávik eru ekki á okkar ábyrgð. Ef þátttakandi treystir sér ekki til að ljúka ferð sem gengið hefur samkvæmt áætlun er það á hans ábyrgð en ekki okkar.