Vatnaperlur Ítalíu. Dvalið verður í 7 nætur á Hotel Simplon í hinum fallega bæ Baveno við strendur Maggiorevatns. Bærinn Baveno á sér mjög langa sögu en fornleifafundir þar bera vitni um mörg þúsund ára sögu, allt frá forsögulegum tíma sem og tímum Rómaveldis. Upprunalega voru mörg smáþorp á svæðinu sem nú tilheyra öll bænum Baveno.  Þau eru; Feriolo, Romanico, Oltrefiume, Roncaro og Loita. Hvert þeirra hefur sinn sjarma og sína siði og eru þau tengd saman með litlum stígum sem gaman er að ganga eftir. 
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á Hotel Simplon 4★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, og 3 heilsdagsskoðunarferðir ásamt siglingum með íslenskri fararstjórn.
    Ekki innifalið í verði: Þjórfé, gistináttaskattur (city tax), eða aðrar máltíðir en morgunverður.

    Ferðalýsing

    Dagskrá

    Hotel Simplon ★★★★

    Verona

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.