Hvernig hljómar að kanna þrjú mögnuð lönd Suð-Ausur Asíu í einni ferð og engri smá ferð heldur hjólaferð frá árósum Mekongfljóts að hinum goðsagnakenndu hofum Angkor og áfram um afskekktar sveitir Kambódíu yfir til Taílands þar sem endað er í hinni villtu trylltu Bangkok. Þetta er stór ferð og djúp landkönnun.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, gisting í tvíbýli með morgunmat í tilgreindum hótelum, allur akstur á milli flugvalla og gististaða eins og tilgreint er í ferðalýsingunni hér að framan, skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt framangreindu, og þjónusta innlendra leiðsögumanna.
    Ekki innifalið í verði: Ekki "late/early check-in/out" - Innritun kl. 15:00. Útskráning 11:00, Ekki þjórfé persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt sérstaklega hér að framan, eða kostnaður við vegabréfsáritun, ferðaskilríki og afgreiðslu á landamærum.

    Ferðalýsing

    Gistingar í boði

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
    • Flogið með Icelandair til Oslo kl. 07:50 að morgni og lent á hádegi. Fllogið áfram með Emirates frá Osló 14:10 og lent í Bangkok á hádegi næsta dag eftir stutta millilendingu í Dúbaí.
    • Heimflug frá Bangkok uppúr miðnætti og lent á Íslandi kl. 15:05 eftir millilendingu í Dúbaí og Osló.
    • Þátttakendur skulu hafa meðferðis fatnað við hæfi sérstaklega skal minnt á góðan skóbúnað.
    • Gönguferðir okkar leggja mesta áherslu á skemmtun og upplifun. Við gerum engar kröfur um líkamlegt atgervi þátttakenda vegna þátttöku í hjóla- og gönguferðum. Skipulagning er með þeim hætti að ekki eru gerðar kröfur um sérstakar æfingar eða þjálfun fyrir ferðirnar heldur gengið út frá því að þátttakendur séu í þokkalegu formi og stríði ekki við veikindi.
    • Ef þið eruð í vafa mælum við með heimsókn til heimilislæknis og að fara að hans ráðum. Það er ábyrgð þátttakenda að hafa líkamlegt atgervi til að ljúka ferðinni. Upplýsingar okkar um líkamlega getu þátttakenda eru aðeins til upplýsingar eftir bestu vitneskju og reynslu en frávik eru ekki á okkar ábyrgð. Ef þátttakandi treystir sér ekki til að ljúka ferð sem gengið hefur samkvæmt áætlun er það á hans ábyrgð en ekki okkar.