UPPSELT! ný ferð væntanleg í sölu janúar 2022 ! Endurnærandi heilsu- og lífstílsnámskeið og upplifun þar sem Unnur mun bjóða upp á skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar og fyrirlestra sem endurhlaða líkama, vellíðan og sál. Boðið verður upp á morgungöngur, Fusion Pilates, Yoga, dansfjör, Tabata æfingar, styrkur og fleira verða á boðstólnum auk fyrirlestra sem fjalla um bætt heilsufar líkama, geðræktar, sálar og huga. Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta líðandi stundar, minnka streitu, núllstilla hugann, slökkva á farsímum, fræðast um betri lífsgæði, stunda heilsurækt undir berum himni. Fyrirlestrar eru fræðandi og fjalla um bætta heilsu og vellíðan til að auka fræðslu og skilning á efninu.

Verð og dagsetningar

Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?

Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@urvalutsyn.is

Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.

Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, morgunmatur, akstur til og frá flugvelli, aðgangur að SPA, líkams-og heilsurækt, Yoga dýnur eru í boði fyrir alla í heilsuferðinni, og Öll dagskráin með Unni Pálmars.

Ferðalýsing

Dagskrá

Gran Canaria

Athugið

  • Athugið að ef til þess kemur að Úrval Útsýn þurfi að fella niður ferðina er hún endurgreidd að fullu.
  • ATH lágmarksþátttaka er 16 manns