Ferðalýsing
Vatnið leikur ekki síður stórt hlutverk, en innan borgarmarkanna eru um 2500 brýr, fleiri en í nokkurri annarri Evrópuborg, og reyndar fleiri en í Feneyjum, Amsterdam og London samanlagt. Hamborg er góð heim að sækja, falleg og græn, með ótal verslunartækifærum og ríku og líflegu mannlífi.
HAMBORG

Hamborg er næst stærsta borg Þýskalands og er ein sú ríkasta í því landi með 1,7 milljónir íbúa. Borgin er nútímaleg heimsborg, en þó er einnig haldið í gamalgrónar hefðir og menn leggja rækt við lífsgleðina sem einkenna hafnarborgir. Fjölbreytt menningarlíf endurspeglast víða í borginni, í þróttmikilli listsköpun, verslunum með hátískufatnaði og fjörugu næturlífi. Allir geta skemmt sér vel, enda segja borgarbúar að ekki sé hægt að láta sér leiðast í þessari líflegu borg.
VERSLUN Í HAMBORG
Það er fáar Evrópuborgir sem komast með tærnar þar sem Hamborg hefur hælana þegar kemur að verslunarferðum. Miðborgin er helsta verslunarhverfið umhverfis Binnenalster (áin sem rennur úr Alster-vatni). Verslunargöturnar teygja sig frá Mönckebergstraße, Spitalerstraße, Jungfernstieg og Gänsemark þar sem verslanir þekktustu merkjanna standa. Meiri lúxus má finna við Neuer Wall og Große Bleichen, og ekki síður í verslunarmiðstöðvunum Levantehaus, Hanse-Viertel og Gallerisa.
VEITINGASTAÐIR

Í Hamborg er svo sannarlega hægt að gæða sér á fleiru en hamborgurum. Það er fjölbreytt úrval veitingastaða sem bjóða hefðbundna þýska, evrópska og alþjóðlega rétti.
Dæmi um veitingastaði:
- Vlet in der Speicherstadt
- Schlachterbörse
- Laufauf
NÆTURLÍFIÐ

Næturlífið er fjörugt og eru bestu barirnir opnir langt fram eftir nóttu. Borgin er full af flottum kokteilbörum, næturklúbbum, börum og pöbbum sem endurspegla og einkenna hvert hverfi fyrir sig. Borgin er einstök tónlistarborg, en þetta er fæðingarstaður Johannes Brahms og Felix Mendelssohn. Í Hamborg er jazz, sígild tónlist, ópera og ballett í sérflokki en allir ættu að finna tónlist við sitt hæfi. Við mælum með að kíkja í grennd við St. Pauli hverfið og hús númer 36 í götunni ‘Große Freiheit’, en þar hafa þekktir tónlistarmenn komið fram, til dæmis Bítlarnir, REM og Deep Purple.
VERT AÐ SJÁ
Á hverjum sunnudegi koma um 70.000 íbúar og ferðamenn í Fischmarkt í St. Pauli og fá sér hádegisverð. Markaðurinn er frá 1703, en þar má finna lifandi tónlist og markaðsstemningu. Við mælum með að kíkja þangað áður en haldið er aftur heim til Íslands.
Planten und Blomen er stór 47 hektara garður, staðsettur inni í borginni. Fyrsta plantan var plöntuð árið 1821 af Johann Georg og er aðal stjarnan í garðinum. Í garðinum er lækur, rósagarður, leikvellir og ýmislegt að gera fyrir börnin.
Ráðhúsið er staðsett í miðbæ Hamborgar og er glæsileg bygging frá endurreisnartímabilinu, eða frá 1890. Það skemmdist mikið í seinni heimsstyrjöldinni en hefur verið endurbætt. Ráðhúsið hefur 647 herbergi og stóran klukkuturn. Anddyrið er oft notað fyrir sýningar og tónleika. Hægt er að fara í skoðunarferð um ráðhúsið sem tekur um 40 mínútur.

Elbphilharmonie er ein af stærstu tónleikahöllum heims og er hönnuð af Herzog og de Meuron. Hún stendur við ánna Elbe og er útlit hennar líkt og alda eða ísjaki og stendur ofan á gamalli vöruskemmu sem áður geymdi tóbak, kakó og te. Hún var byggð milli 1963-1966 og er eitt af kennileitum Hamborgar.
Ein besta leiðin til að skoða vatnaleiðir Hamborgar er að taka ferju eða bát. Úrval bátatúra eru frá 50 mínútum til 3 klukkutíma langir og fara reglulega frá Jungfernstieg við Inner Alster ánna.
CROWN PLAZA HAMBURG CITY
Hótelið er 4ra stjörnu og er staðsett í St. George hverfi. Björt og stílhrein herbergi með svölum, sjónvarpi, öryggishólfi, baðherbergi og fleiru. Á hótelinu er heilsulind og líkamsrækt. Hlaðborðsveitingastaður og huggulegur bar.