Feneyjar, Kotor, Korfu, Santorini, Mykonos, Argostoli, Dubrovnik, Feneyjar
Draumkennd sigling um Miðjarðarhafið. Ferðin hefst með tveggja nátta dvöl í borginni Verona. Siglingin sjálf hefst svo 15. ágúst þegar stigið verður um borð á Norwegian Dawn í Feneyjum. Fyrsti viðkomustaðurinn er hinn forvitnilegi bær Kotor í Svartfjallalandi. Síðan taka við nokkrar helstu gersemar eyja Grikklands, Korfu, Sanotrini, Mykonos og Argostoli, hver öðrum merkilegri og fegurri þó ólíkar séu. Þar tekur svo við Dubrovnik í Króatíu og líkur siglingunni í Feneyjum en þar verður dvalið í 3 nætur.
Ferðatilhögun
Verð og dagsetningar
Innifalið í verði:
Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, fullt fæði um borð á skipi, akstur til og frá flugvelli, þjórfé á skipi, skattar og hafnargjöld, flugvallagjöld og skattar, sjö nætur um borð í skipi, gisting í 2 nætur í Verona með morgunverð, og gisting í 3 nætur í Feneyjum með morgunverð.
Ekki innifalið í verði:
Drykkir um borð, skoðunarferðir í landi, gistináttaskattur í Feneyjum og Verona, eða annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu.
Sæki verð...
Athugið
- Lágmarksþátttaka er 20 manns og áskilur Úrval Útsýn sér rétt að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri/skipafélag áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
- Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.