Dragðu djúpt að þér andann áður en þú mætir Víetnam. Þín bíður mögnuð upplifun og framandi ævintýri í landi sem sameinar exótík og unað Asíu á einstakan hátt. Strax og komið er til Víetnam vakna upp minningar úr bókum og kvikmyndum um fjarlæga asíska staði. Trjónusniðnir basthattar, þokkafullir silksíðkjólar, mannmergðin og ös hjóla og bíla á götunum, framandi matarlykt og margslunginn hljómur umhverfisins. Við förum frá nyrsta enda landsins um Hanoi og Ninh Binh í Norður-Víetnam, um helstu staði Mið-Víetnam, hina fornu höfuðborg Hue og gömlu verslunarstöðina við Hoi An sem er ótrúlega vel varðveittur bær þar sem kínverjar og japanir versluðu við heimamenn. Síðasti kaflinn er svo Suður-Víetnam með hina heillandi borg Saígon og árósar Mekongfljótsins.
    Sæki dagsetningar...

    Verð og dagsetningar

    Sæki verð...
    Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, Flug með Emirates og Icelandair. Skattar, gjöld og farangur innifalinn (30 kg innritað auk handfarangurs), morgunmatur á tilgreindum hótelum/gististöðum, allur akstur á milli flugvalla og gististaða einsog tilgreint er í ferðalýsingunni, aðstöð og leiðsögn innlenda sérhæfðra aðila, allar tilgreindar ferðir með aðgangseyri, akstri og öðru tilheyrandi, og 9 hádegisverðir og 6 kvöldverðir.
    Ekki innifalið í verði: Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, eða þjórfé, persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt hér að framan.

    Ferðalýsing

    Athugið

    • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
    • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
    • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.