Hér er boðið upp á landkönnun. Hver sem fer þessa ferð kallast víðförull. Farið verður vítt og breitt sunnan miðbaugs um víðfemi Suð-Austur Asíu, haf- og landsvæði sem rúma magnaða náttúru og ótrúlega menningu. Soldánahallir á Jövu, glóandi eldfjöll Brómó, drekar á Kómódó og sæld og dulúð Balí.
Innifalið í verði:
Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, og flug með Emirates og Icelandair, gisting í tvíbýli með morgunmat í tilgreindum hótelum, allur akstur á milli flugvalla og gististaða eins og tilgreint er í ferðalýsingu, tilgreindar skoðunarferðir auk aðgangseyris, hálft fæði eða 12 hádegisverðir og 4 kvöldverðir, íslensk fararstjórn og þjónusta erlendra leiðsögumanna.
Ekki innifalið í verði:
Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, þjóðgarðsgjald á Kómódó sem er um 7-8.000 kr. á mann, þjórfé persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt sérstaklega í ferðalýsingu.
Ferðalýsing
Indónesía er fjórða fjölmennasta ríki heims. Þetta víðfeðma og margbrotna land er engu líkt, samansafn smárra og stórra eyja sem teygja sig frá Ástralíu upp til syðsta enda Malasíu. Einn risavaxinn hrærigrautur af fólki, menningu og náttúru, þar sem rösklega 300 ólíkir þjóðflokkar hafa eigin dansa, matseld og listform.
Java
Java býr yfir glæsilegri sögu. Í bæjunum Sóló og Jógjakarta eru hallir múslímskra soldána skoðaða og antíkmarkaðir þræddir. Prambana hofin frá tíma Hindúa og Bóróbúdúr sem er stærsta hof sem reist hefur verið Búddha til dýrðar og stendur nú í miðju stærsta ríki múslíma í heimi. Farþegar njóta sólarupprásar við eldgíg Brómó sem er eitthvert myndrænasta og fallegasta eldfjall í heimi.
Sunrise at Mount Bromo in Java island, Indonesia
Tæplega 60% íbúa Indónesíu búa á Jövu og er hún talin þéttbýlasta eyja í heiminum.
Alls eru 300 þjóðarbrot viðurkennd í Indónesíu og hvorki fleiri né færri en 742 tungumál hafa verið skráð þar.
Javamaðurinn er þekktur forsögulegur maður sem fannst á Jövu í lok nítjándu aldar og hefur þótt sanna að „homo erectus“ hefur verið á eyjunni fyrir 1.5 milljón ára, eða í síðasta lagi fyrir 35.000 árum.
Arfleifð Hollendinga sem lengi ríktu yfir þessari fyrrum nýlendu sinni er víða sjáanleg en markar þó ekki dýpri spor í sögu eyjunnar en hin fjölmörgu konungsdæmi heimamanna sem ríktu yfir þessari frjósömu og þéttbýlu eyju sem hefur fóstrað sterk menningarsamfélög hindúa, búddista og múslíma í gegnum tíðina.
Fyrsti áfangastaður ferðarinnar er Jakarta, höfuðborg Indónesíu, á eyjunni Jövu þar sem einni nótt er varið og merkir staðir skoðaðir s.s. menjar um yfirráð hollendinga sem nefndu borgina Batavíu.
Á Jövu, sem kalla má höfuðeyja Indónesíu, verður dvalið í vikutíma í bæjunum Jogjakarta, Sóló og Súrabæjaborg og farið um Bóróbódúr, Prambanan, Brómófjall og fleiri merka staði.
Kraumandi eldfjöll, ævaforn hof, bæjir með höllum soldána, frumstæð þorp og iðagræn og heillandi náttúra er meðal þess sem ber fyrir augu á Jövu.
Kómódó og Flóres
Frá Súrabæja er flogið suður yfir eyjurnar Balí, Lombok, Súmbava og að lokum lent á Flóreseyju þar sem dvalið verður í tvær nætur, eina nótt um borð í phinis-bát þegar farið verður að Kómódóeyju og aðra nótt á Flóreseyju sjálfri. Á Kómódó og Rinjaeyju finnast enn risaeðlur, en kómódó-drekarnir eru stærstu eðlur í heimi. Fyrir utan dýralífið ríkir ólík menning á Floreseyjum en ferðalangar hafa kynnst á Jövu eða munu kynnast síðar á Balí.
Neðansjávar við Kómódó eru einhver ævintýralegustu köfunarsvæði í heimi.
Kómódódrekarnir eru magnaðar skepnur sem verða allt að 3ja metra langar og eru engin gæludýr. Það var ekki fyrr en 1910 sem hinum vestræna heimi varð kunnugt um þessar kynjaskepnur og enn koma vísindamenn sér ekki saman um uppruna, ástæður fyrir þessum risavexti eða hvort bit þeirra séu eitruð. Drekarnir veiða sér til matar hin ýmsu dýr og allmörg dæmi er um að drekarnir valdi fólki skaða.
Annað lífríki, menning og mannlíf Kómódó og Rinca eyjanna er forvitnilegt fyrir margar sakir og munu leiðangursmennn kynnast hinum ýmsu hliðum þessa afskekkta horns heimsins.
Flogið verður frá Jövu til Kómódó þar sem dvalið verður 3 daga og eyjun skoðuð og reynt að komast í návígi við Kómódódrekana.
Balí
Það kemur mörgum á óvart hversu ósnortin og afskekkt Balí er í raun. Hvergi viðhaldast hefðir og rótgróið trúarlíf á eins látlausan hátt og þar. Þrátt fyrir að Balíbúar hafi tekið stór og djörf skref inn í “nútímann” á fáum áratugum virðast þeir ekki hafa þurft að fórna hinum sterku og einstöku hefðum sínum.
Á Balí má kynnast dularfullri og heillandi menningu eyjarskeggja, sjá dans barongskrímslanna, hlusta á bambus-sílófóna, láta dáleiðast af þokkafullum fingrum og stjörfum augum legong-dansaranna, falla í djúpan trans með kecakdanshópi eða færa hindúaguðinum Visnú fórnir.
Náttúrufegurð Balí er stórkostleg; þar skiptast á tignarleg fjöll og grösugir dalir, beljandi ár og sindrandi lækir, eldstöðvar og tær fjallavötn, hvítar strendur og háir sjávarhamrar.
Leiðangurinn endar á rólegum nótum á hinni ljúf og kyngimögnuðu eyju Balí. Dvalið verður fyrst dvalið í fjallabænum Úbúd þaðan sem stutt er að sækja merkustu staði eyjunnar auk þess að slaka vel á og hvílast á þeim stað sem gjarnan er nefndur paradís og síðustu dögum verður svo varið á suðurodda Balí, í strandbænum Sanúr. Á leiðinni frá Úbúd til Sanúr verður farið um vesturenda eyjunnar og komið við í Karegasem og Klungung konungsdæmunum þar sem gamla Kerta Gosa dómhúsið verður skoðað, farið í þorp frumbyggja Balí sem nefnist agafólkið auk þess að koma við í Goa Lawah hellunum þar sem hof hindúa er deilt með þúsundum leðurblakna.
Athugið
Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.