Það er skoðun margra að Sorrento-skaginn og Amalfi-hérað, skammt sunnan við Napolí á Ítalíu, sé fallegasti staður á jarðríki. Kannski umdeilanlegt en sannarlega ekki fjarri lagi.
Við bjóðum nú skemmtilega og fróðlega gönguferð um þetta Paradísarland. Vikulöng  dvöl á 4ra stjörnu hóteli í nágrenni Sorrento með unaðslegu útsýni yfir Napolíflóa, eldkeiluna Vesúvíus og örskammt frá Sorrento og Amalfi. Í sjö daga verður gengið um helstu djásn þessa rómaða héraðs en einnig gefst frjáls tími. Í ferðinni er innifalinn morgunverður og kvöldverður alla daga og  fyrir dagskrárliðum ferðarinnar fer reynslumikill íslenskur fararstjóri og á helstu gönguleiðum bætist við sérfróður, enskumælandi göngu-leiðsögumaður. 

 

Sæki dagsetningar...

Ferðalýsing

Verð og dagsetningar

Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á Hotel Jaccarino, íslensk fararstjórn, drykkur við komu á hótel, sjö morgunverðir, sex 3ja rétta kvöldmáltíðir með vali um forrétt og aðalrétt (nema á komudegi), ein 4ra rétta kvöldmáltíð, salatbar með öllum máltiðum, ein pizza og kennslustund í pizzugerð, rútur og aðgangseyrir sbr. ferðalýsingu, eitt par af göngustöfum, og enskumælandi sérfróður göngu-leiðsögumaður.
Ekki innifalið í verði: Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, ferðatryggingar, hótelskattur, 2,5 evrur á mann fyrir hverja nótt, sem greiðist beint til hótels ytra, mögulegar hækkanir á opinberum gjöldum og þjónustu eða breytingar á áætlunum þjónstuaðila, eða annað sem ekki er tekið fram í ferðaáætlun..
Sæki verð...