Ef paradís er til finnst hún á Balí og fá ævintýri eru stærri en fjallganga á Rinjani. Hér eru komin saman mörg spennandi element. Balí býr yfir ákveðnum galdri og og sérstöðu og þó einungis skilji 20 km á milli eyjanna er galdurinn á Lombok allt annar bæði hvað íbúa, menningu og náttúru varðar. Þeir sem takast á við þessa stórbrotnu ferð munu því kynnast tveimur ólíkum endum Indónesíu auk þess að komast í einstaka nálægð við náttúru eyjanna með göngum og fjölbreyttri útivist.
  Sæki dagsetningar...

  Verð og dagsetningar

  Sæki verð...
  Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, leiðsögn innlenda sérhæfðra aðila, fæði samkvæmt ferðalýsingu; kvöldverður við komu, hádegisverður í ferðum um Balí og fullt fæði í göngum á Lombok og morgunverður á öllum hótelum, tjöld, svefnpokar, dýnur(6cm), koddar, stólar, eldhús- og matartjald, ferðasalerni og ljósbúnaður, og fylgdar- og burðarfólk í fjallgöngu á Rinjani.
  Ekki innifalið í verði: Kostnaður við vegabréfsáritanir eða afgreiðslu á landamærum, eða þjórfé persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt hér að framan.

  Ferðalýsing

  Gistingar í boði

  Athugið

  • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.