Þessi ferð um tignarlegu Dólómítafjöllin og Garda-vatnið er einstök upplifun fyrir alla göngugarpa. Gullfalleg sýn yfir fjöllin og dalina sem eru helstu einkenni þessa svæðis.

 

Í þessari einstöku ferð sjáum við allt frá Limone bænum yfir til Ledro dalsins. Á göngunni verða á vegi okkar hið fallega Molveno-vatn, háleitir tindar Monte Baldo alpafjallsins og stórfenglegi Evrópugarðurinn, svo eitthvað sé nefnt. Á hverjum degi göngum við í um það bil 2-4 tíma og náum að njóta alls þess sem verður á okkar vegi.

Sæki dagsetningar...

Ferðalýsing

Verð og dagsetningar

Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, fimm nætur á 3* hóteli, tvær nætur á 4* hóteli með morgunmat í Mílanó, hádegispakkar, opinn bar á hóteli milli 12:00 - 22:00 með vatni, gosi, bjór og víni á krana, aðgangur að heilsulind í Lake Garda, bátsferð frá Torbole/Riva til Limone, heimsókn í ólífuolíumyllu, heimsókn í hefðbundin sítrónugarð, vínsmökkun, ferð með fjallakláf í Monte Baldo, heimsókn í hið gamla apótek, par af ACTIVO göngustöfum, akstur til og frá hóteli/flugvelli, fjórir göngudagar með staðarleiðsögumanni, og fimm hlaðborðskvöldverðir með drykkjum.
Sæki verð...