Madeira, eyja hins eilífa vors, er sannkölluð Paradís göngumannsins. Þótt þessi eldfjallaeyja sé ekki ýkja stór er landslagið margbreytilegt, útsýni firna fagurt og göngustígar liggja svo að segja um alla eyjuna.
Sæki dagsetningar...

Ferðalýsing

Ferðatilhögun

Verð og dagsetningar

Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á 5 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, ferðir frá hóteli að upphafsstað gönguleiða, og gönguleiðsögn á ensku.
Ekki innifalið í verði: Ferðir til og frá flugvelli, máltíðir, vatn og nesti, ferðatryggingar, eða annað en það sem kemur fram að ofan.
Sæki verð...

Athugið

 • Vegabréf þurfa að hafa gildistíma fram yfir 6 mánuði áætlaðs heimafarardags.
 • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
 • Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
 • Minnum á ferðaskilmála Úrvals-Útsýnar (sjá uu.is) og skilmála göngferða að neðan.
 • Vinsamlega lesið neðangreinda skilmála gönguferða okkar. Með greiðslu staðfestingagjalds staðfestir þú að hafa lesið þennan texta og fallist á að hlíta ákvæðum hans í hvívetna.
 • Gönguferðir okkar leggja mesta áherslu á skemmtun og upplifun. Við gerum engar beinar kröfur um líkamlegt atgervi þátttakenda vegna þátttöku í gönguferðum. Skipulagning er með þeim hætti að ekki eru gerðar kröfur um sérstakar æfingar eða þjálfun fyrir ferðirnar heldur gengið út frá því að þátttakendur séu í þokkalegu formi, hafi lágmarks reynslu af léttum gönguferðum og stríði ekki við veikindi eða aðra líkamlega kvilla.
 • Gönguleiðir í þessari ferð eru allar með erfiðeikastig Auðveld eða Miðlungs-erfið og lengstu göngurnar eru um 11 km. Gera má ráð fyrir að í flestum göngunum sé gengið upp og niður í mót og upp og niður tröppur.
 • Ef þið eruð í vafa um líkamlegt atgervi mælum með heimsókn til heimilslæknis og fara að hans ráðum. Það er ábyrgð þátttakenda að hafa líkamlegt atgervi til að ljúka ferðinni. Upplýsingar okkar um líkamlega getu þátttakenda eru aðeins til upplýsingar eftir bestu vitneskju og reynslu en frávik eru ekki á okkar ábyrgð. Ef þátttakandi treystir sér ekki til að ljúka ferð sem gengið hefur samkvæmt áætlun er það á hans ábyrgð en ekki okkar.
 • Ábyrgð á þátttöku í ferðunum liggur hjá þátttakendum. Ferðirnar eru lokaðar börnum undir 16 ára aldri en 16-17 ára þátttakendur verða að vera í fylgd með foreldri eða forráðamanni.
 • Þátttakendur skulu hafa meðferðis fatnað við hæfi og þau smátæki og tól sem vilji er til. Sérstaklega skal minna á góðan skóbúnað, hlý föt, léttan regn-/vindjakka og myndavél.
 • Gönguleiðsögumaður hefur meðferðis fyrstu-hjálpar sett.
 • Engin endurgreiðsla ferðakostanaðar kemur til ef þátttakendurr sleppa sumum gönguferðum eða víkja þarf frá skipulagðri dagskrá og leiðum af öryggisástæðum (t.d. vegna veðurlags eða þess að hópurinn hefur ekki getu til að fylgja skipulagðri áætlun).
 • Við mælum sterklega með því að þátttakendur hafi góða ferðatryggingu.