Madeira, Eyja hins eilífa vors, er sannkölluð Paradís göngumannsins. Þótt þessi eldfjallaeyja sé ekki ýkja stór er landslagið margbreytilegt, útsýni firna fagurt og göngustígar liggja svo að segja um alla eyjuna. Lega eyjunnar í Atlantshafinu tryggir að veðurfarið er þægilegt, milt og stöðugt árið um kring en meðalhiti í maí er um 25°. Enda er hún einn frjósamasti kriki heims og sagt að ef gróður og plöntur lifa ekki villtar á Madeira eigi tegundin sér ekki viðreisnar von. Landslagið er ægifagurt, tignarleg fjöll (hæsti tindur er 1851 m.y.s.) , klettar, djúpir dalir, hásléttur og fjölskrúðugur gróður milli fjalls og fjöru. Gamalt áveitukerfi er enn gulls í gildi og mikil völundarsmíð og margar gönguleiðirnar liggja með fram áveitu-rennum og -skurðum. Gönguleiðirnar eru fyrir vant göngufólk og aðra í ágætu formi, flestar eru leiðirnar taldar miðlungs-erfiðar og oftast er engið í 3-4 klst allt upp í 11 km. Munið að hitastig er lægra í fjalllendinu. Auk skipulagðra gönguferða gætu frídagarnir nýst til þátttöku í skipulögðum skoðunarferðum okkar í rútum. Hér er á ferðinni einstakt gönguævintýr!

Sæki dagsetningar...

Ferðalýsing

Verð og dagsetningar

Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting í 9 nætur, íslensk fararstjórn, morgunverður, ferðir frá hóteli að upphafstað gönguleiða, og gönguleiðsögn á ensku.
Ekki innifalið í verði: Ferðir til og frá flugvelli, máltíðir, vatn og nesti, ferðatryggingar, eða annað en það sem kemur fram að ofan.
Sæki verð...