Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á Labranda Suites 4★ með hálfu fæði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, göngudagskrá með fararstjóra, rútuferðir til og frá 3 gönguleiðum, aðgangseyrir að gönguleiðinni Barranco del Infierno, innlend leiðsögn í gönguferðum þegar við á, og sérsniðin dagskrá fyrir hópinn.
Ferðalýsing
Væri ekki gaman að stinga af og skella sér í smá útivist, sól og stemningu á ævintýraeyjunni Tenerife? Á Tenerife er auðvelt að taka þátt í allskonar gönguferðum, útivist og afþreyingu í bland við afslökun, njóta heita loftsins og sjávarilmsins. Á eyjunni er líka einstaklega gott að versla, annað hvort á göngugötum Amerísku strandarinnar eða í stórum verslunarkjörnum. Þessi ævintýraferð við allra hæfi byggir eimitt á þessum grunni.
Tenerife er stærst og fjölmennust Kanaríeyja sem tilheyra Spáni og liggja við strönd Vestur-Afríku í Atlantshafinu. Tenerife er jafnframt fjölmennasta eyja Spánar, staðsett á milli Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Á eynni miðri rís svo hið tignarlega eldfjall Pico del Teide sem er hæsta fjall Spánar.
Gist verður á Labranda Suites Costa Adeje sem er er nýtt og glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett á Costa Adeje svæðinu. Garðinum er skipt í tvo hluta, fjölskyldusvæði og svæði sem eingöngu er fyrir fullorðna 18 ára og eldri. Á hótelinu er úrval veitingastaða. Við sundlaugina eru barir og fyrir fullorðna er skemmtilegur kokteilbar á þaki hótelsins “Sunset Champagne Lounge” en þar er afar gaman að sitja og horfa á sólarlagið. Þar er einnig sundlaug og lifandi tónlist spiluð á kvöldin.
Dagskrá
Dagur 1, miðvikudagur, 15. nóvember 2023
06:20 – 11:40: NO3924 Keflavík – Tenerife
Akstur til hótelsins, fundur með fararstjóra – farið yfir dagskrá vikunnar
Dagur 2, fimmtudagur, 16. nóvember 2023
Létt ganga meðfram ströndinni að litla fiskiþorpinu La Caleta sem þekkt er fyrir góða fiskiveitingastaði.Þaðan er gengið áfram um klettótta strandlengju með fallegum bergmyndunum úr sandsteini og útsýni yfir hafið, meðal annars að ströndinni Los Morteros, eða hippaströndinni, þar sem fólk býr meðal annars í tjöldum.
Þá er gengið til baka til La Caleta þar sem gangan endar og frjáls tími tekur við. Þá getur fólk t.d. fengið sér hádegisverð í La Caleta. Tilvalið er að hafa handklæði með í bakpokanum því líklegt er að tilfinningin að dýfa tánum í tært grænblátt hafið komi yfir okkur við fallegu klettana í La Caleta.
Fólk getur svo ákveðið hvort það vill labba til baka á hótelið eða taka leigubíl á eigin kostnað.
10:00 – 13:00: La Caleta — Costa Adeje — 10 km. strandganga u.þ.b. 3 klst
Dagur 3, föstudagur, 17. nóvember 2023
Roque del Conde eða Roque del Ichsagua er 1000 m hátt fjall sem blasir við fyrir ofan ferðamannasvæðið Costa Adeje.
Við tökum rútu frá hótelinu upp í bæinn Arona þar sem gangan byrjar og endar. Bærinn stendur í 650 m hæð yfir sjávarmáli en þar sem stígurinn liggur fyrst niður á við er heildarhækkunin í göngunni um 600 m. Þetta er mest krefjandi ganga ferðarinnar og gott að hafa göngustafi meðferðis en möguleiki er á styttri göngu fyrir þá sem vilja. Fyrst er gengið niður í fallegt gil og síðan hefst gangan upp fjallið. Í fjallinu miðju erum við á fallegum útsýnisstað og þar er möguleiki fyrir þá sem vilja að snúa við. Á þessum stað verður gangan aðeins brattari. Þegar komið er á toppinn tekur við svolítil háslétta og á toppnum erum við í 1000 m hæð yfir sjávarmáli. Útsýnið þaðan er stórkostlegt, bæði yfir ströndina og að eldfjallinu El Teide.
Heildarhækkun er u.þ.b. 600 m.
9:00 – 14:00: Roque del Conde — 8 km, u.þ.b. 5 klst.
Dagur 4, laugardagur, 18. nóvember 2023
Hvíld og slökun.
Dagur 5, sunnudagur, 19. nóvember 2023
Skemmtileg gönguleið um fjöllin milli smábæjanna Ifonche og Vilaflor í gegnum skóglendi sem stundum er nokkuð grýtt.
Ifonche er í rúmlega 1040 m hæð yfir sjávarmáli. Þaðan liggja nokkrar gönguleiðir og því vinsæll upphafspunktur göngufólks. Það sama má segja um Vilaflor, sem liggur í 1500 metra hæð yfir sjávarmáli og er það sveitarfélag sem liggur hæst á gjörvöllum Spáni. Furuskógur umkringir bæinn, strætin eru blómleg og þar er mikið ræktað af kartöflum og vínviði. Fyrsta hótelið á suðurströnd Tenerife var staðsett í bænum.
Heildarhækkun 732 m.
09:00 – 13:00: Ifonche — Vilaflor — 10 km, u.þ.b. 4 klst.
Dagur 6, mánudagur, 20. nóvember 2023
Þessi gönguleið er rétt fyrir ofan Adeje-svæðið og liggur upp stórbrotið gil að litlum fossi. Nokkuð er um gróður á leiðinni og klettótt landslagið stórbrotið. Þetta er vinsæl gönguleið og falleg en aðeins á fótinn.
Heildarhækkun er um 300 m.
09:00 – 12:00: Barranco del Infierno — 8 km, u.þ.b. 3 klst.
19:00 – 22:00: Sameignlegur kvöldverður fyrir þá sem vilja
Dagur 7, þriðjudagur, 21. nóvember 2023
Hvíld og slökun.
Dagur 8, miðvikudagur, 22. nóvember 2023 — Heimferð
Labranda Suites er fallegt 4 stjörnu hótel staðsett á hinu vinsæla Costa Adeje svæði, aðeins 400 metra frá Bláfána ströndinni Playa Fanabe. Hotelið er fyrir 18 ára og eldri
Útisundlaug, þakbar og veitingastaðir.. Nálægt hótelinu eru verslanir og veitingastaðir og Siam Park er aðeins í 1.5 km fjarlægð frá hótelinu.
GISTING
Svíturnar eru með stofu og svefnherbergi, stærð þeirra er um 38 fm. og stærð á svölum er um 5 fm., hámarksfjöldi í svítu eru 3 gestir. Junior deluxe svíturnar með sjávarsýn, sjónvarp bæði í svefnherbergi og stofu. baðherbergi með baðkar og sturtu, straujárn og strauborð og kaffivél. Allar svíturnar eru með öryggishólf,síma, hárþurrku og kæliskáp. Herbergin eru öll reyklaus. Ath að hægt er að óska eftir herbergi fyrir hreyfihamlaða.
VEITINGAR
La Costa er hlaðborðsveitingastaðurinn, athuga að gestir sem eru með allt innifalið geta farið í gestamóttöku hótels og óskað eftir að skipta út hlaðborði og borðað á "La Cucina di Luige" á la carte veitingastaðnum gegn aukagjaldi..
Barir: Tuqouoise sundlaugarbarinn, The Sail bar, þar sem ljúf tónlisthl´jomar, og Sunset Champagne Lounge þakbarinn sem býður upp á ljúft andrúmsloft, góða drykki og dásamlegt útsýni.
AFÞREYING
Balenesian sólbekkir, ljósabekkir og sundlaug, garðsvæði, verslunarsvæði er ekki langt frá og aðeins 400 metrar niður að Fanabe ströndinni þar sem hægt er að stunda vatnasport.
Tenerife
Tenerife hefur allt það að bjóða sem bestu sólarstaðir státa af. Eyjan er þekkt fyrir einstaka veðursæld, hreinar strendur og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa.
Fjölskyldur geta notið alls þess sem eyjan hefur upp á að bjóða og í boði er fjöldi gististaða fyrir allar fjölskyldustærðir – allt frá íbúðum upp í stórglæsileg hótel. Bókaðu í tíma til að tryggja gistingu sem hentar þér og þinni fjölskyldustærð.
Ekki má gleyma að á Tenerife er flottasti vatnsrennibrautagarður heims, „Siam Park“, ásamt hinum stórglæsilega dýragarði „Loro Parque“.
Það skemmta sér allir vel á paradísareyjunni Tenerife!
Skemmtigarðar
Siam Park
Aqualand
Loro Park
Bubble Soccer
Verslunarmiðstöðvar:
Siam Mall
Parque Santiago
Safari Center
Bahaia del Duque
Oasis
Afþreying:
Vatnasport
Gönguferðir
Verslanir
Frábærir veitingastaðir
Leikhús
TENERIFE SUR – SUÐURHLUTINN
Á suðurhluta Tenerife skín sólin nánast alla daga ársins og þar er vinsælast að vera. Úrval Útsýn býður upp á gistingu á suðurhlutanum í Playa de las Américas, Los Cristianos og Costa Adeje. Allir þessir staðir hafa sinn sjarma og sitt einstaka andrúmsloft. Í Los Cristianos slær hjarta suðurhlutans þar sem ferðamannaiðnaðurinn byrjaði. Á því svæði búa eyjaskeggjar Tenerife en gamli bærinn er afar sjarmerandi með litlum þröngum göngugötum, flottum kaffihúsum, börum og úrvali verslana. Playa de Las Americas hefur að geyma hinn svokallaða “Laugaveg” en þar er frábært úrval verslana og veitingastaða á heimsmælikvarða. Costa Adeje svæðið er svo yndislegt og rólegt, með fallegum ströndum og stórglæsilegum gistingum.
SANTA CRUZ – HÖFUÐBORGIN
Santa Cruz er höfuðborg Tenerife og hún er staðsett við sjávarsíðuna á norð-austur hluta eyjunnar, undir fjöllum Anaga tangans. Þetta er glaðleg heimsborg, full af orku, og litast af persónuleika eyjaskeggja. Í borginni, sem er samvaxin La Laguna, er ótal margt að skoða en samanlagt búa þar yfir 400 þúsund manns sem gerir þær að stærsta þéttbýlissvæði Kanaríeyja. Borgin hentar sérstaklega vel til gönguferða. Hún er þakin fallegum görðum, flottum verslunargötum og býður upp á alla þá kosti sem stórar heimsborgir státa af. Hér er að finna mjög áhugaverðan byggingarstíl gömlu tímanna, samofinn nýjum stefnum og straumum arkítektúrs 21. aldarinnar. Santa Cruz er sú borg Spánar sem státar af flestum nútíma byggingum á litlu svæði.
Menningarlíf borgarinnar er talið einstakt enda mikið af áhugaverðum söfnum og listsýningum á heimsmælikvarða. Fyrir tónlistarunnendur er sinfóníuhljómsveit borgarinnar í fremstu röð Evrópuþjóða. Borgin er byggð upp við fallegar breiðgötur, svo kallaðar „Ramblas“. Í borginni er skemmtilegt andrúmsloft, sem er bæði róandi og seiðandi, án þess að missa hið skemmtilega yfirbragð lítillar heimsborgar. Hér eru frábærar verslanir, verslunarmiðstöðar, veitingastaðir og kaffihús. Í næsta nágrenni er einnig stærsta og glæsilegasta strönd eyjunnar „Las Teresitas“. Í einungis 15 mínútna ferð með sporvagni er komið til hinnar þekktu 500 ára gömlu fyrrverandi höfuðborgar Tenerife, La Laguna, sem er á heimsminjaskrá UNESCO fyrir einstaka sögu og fallegar byggingar.
PUERTO DE LA CRUZ – NORÐURHLUTINN
Puerto de la Cruz er staðsett á norðurhluta eyjunnar og er einna þekktust fyrir að hýsa einn glæsilegasta dýragarð Evrópu, Loro Parque. Ferðalangar hafa heimsótt þessa einstöku borg frá Evrópu síðan um miðja 19. öld og er fyrsti eiginlegi sumarleyfisdvalarstaður Kanaríeyja. Borgin hefur yfir sér rólegt yfirbragð þar sem gamli og nýi tíminn mætast á mjög sjarmerandi máta.
Gamli bærinn státar af afar fallegum gömlum byggingum og höfnin sem er í lykilhlutverki þjónaði vínútflutningi frá La Orotava dalnum í nokkur hundruð ár. Bærinn La Orotava er verðugur áningastaður þar sem eru stórglæsileg hús og hallir ásamt kirkjum sem skreyta bæinn. Við sjávarsíðuna er svo að finna afar fallegan sundlauga- og lystigarð, Lago Martiánes, sem þjónar borginni sem einskonar strandgarður, því fáar baðstrendur eru við borgina.
Í Puerto de la Cruz er einnig að finna mikið af skemmtilegum verslunum, en til að mynda er þar stærsta verslunarmiðstöð eyjunnar, La Villa sem er staðsett rétt fyrir utan bæinn. Einnig er þar elsti skrúðgarður (Botanical Garden) Tenerife. Fallegar göngugötur, torg og garðar toppa svo þessa fallegu borg. Hér er mikið úrval af glæsilegum veitingastöðum, börum og kaffihúsum, bæði í gamla bænum sem og í næsta nágrenni hans.
Puerto De La Cruz er klárlega staður sem vert að skoða!
AFÞREYING Á TENERIFE
Á daginn þarf enginn að láta sér leiðast enda nóg við að vera fyrir unga jafnt sem aldna. Gaman er að heimsækja einn glæsilegasta vatnsrennibrautagarð Evrópu, Siam Park, þar sem þú getur meðal annars rennt þér niður 28 metra rennibraut nánast í frjálsu falli sem endar með ferð í gegnum hákarlabúr! Eða farið á stærstu go-kart braut Evrópu.
Við nánast hverja strönd á Tenerife er mikið úrval vatnaíþrótta -> sjóskíði, bananabátar, siglingar og köfun svo eitthvað sé nefnt.
Athugið
Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
Athugið að dagskráin getur breyst án fyrirvara.
Fararstjórar áskilja sér rétt til að færa til gönguleðir og breyta eftir veðri og færð í samráði við gönguleiðsögumenn.
Þátttakendur skulu hafa meðferðis fatnað við hæfi sérstaklega skal minnt á góðan skóbúnað.
Gönguferðir okkar leggja mesta áherslu á skemmtun og upplifun. Við gerum engar kröfur um líkamlegt atgervi þátttakenda vegna þátttöku í hjóla- og gönguferðum. Skipulagning er með þeim hætti að ekki eru gerðar kröfur um sérstakar æfingar eða þjálfun fyrir ferðirnar heldur gengið út frá því að þátttakendur séu í þokkalegu formi og stríði ekki við veikindi.
Ef þið eruð í vafa mælum við með heimsókn til heimilislæknis og að fara að hans ráðum. Það er ábyrgð þátttakenda að hafa líkamlegt atgervi til að ljúka ferðinni. Upplýsingar okkar um líkamlega getu þátttakenda eru aðeins til upplýsingar eftir bestu vitneskju og reynslu en frávik eru ekki á okkar ábyrgð. Ef þátttakandi treystir sér ekki til að ljúka ferð sem gengið hefur samkvæmt áætlun er það á hans ábyrgð en ekki okkar.