Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki bara fyrir byrjendur. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Góðar gistingar, æfingasvæði og golfvöllur
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, flutningur á golfsetti, akstur til og frá flugvelli, Ótakmarkað golf í 7 daga með golfbíl, val um morgunmat eða hálft fæði, og Golfskóli í 5 daga, 3klst í senn með PGA kennara.
Ferðalýsing
Skólinn stendur yfir í 5 daga sem ferðin er. Kennslan fer fram fyrir hádegi og gert er ráð fyrir að nemendur skólans leiki golf saman eftir hádegi. Öll kennslan fer fram á léttan og skemmtilegan hátt þar sem allt er gert til að kylfingnum líði sem best. Að auki er innifalið ótakmarkað golf allan tímann auk golfbíls fyrstu 18 holur hvern spiladag. Golfkerra er innifalin allan tímann.
Markmið skólans er að gera þátttakendur að betri kylfingum með því að bæta færni í grunnatriðum golfsveiflunar og stutta spilsins. Auk þess er farið yfir golfreglurnar, umgengnisreglur og siðareglur þannig að hægt sé að leika golf á góðum hraða og hafa gaman af. Golfskólinn er fyrir alla kylfinga, ekki einungis fyrir byrjendur. Kennsluefni skólans er janfmikilvægt fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir.
GISTINGIN
Hótelið stendur við glæsilegan 18 holu golfvöll sem er hannaður af Severiano Ballesteros. Við hliðina á golfvellinum og hótelinu er kjarni þar sem finna má skemmitlega bari, kaffihús og matsölustaði. Um helgar er fjörugt diskó/dans líf á torginu. Auk þess er þar apótek. Frá hótelinu er um 10 mínútna akstur til miðborgar Alicante þar sem er að finna fjörugt næturlíf og spennandi og fjölbreytta flóru veitingastaða. Það er um 10 mínútna gangur frá hótelinu á fallega strönd. Á leiðinni á ströndina eru skemmtilegar ekta spánskar verslanir og veitingahús. Í Alicante er fjöldinn allur af spennandi verslunum sem vert er að kíkja í fyrir þá sem vilja gera góð kaup. Stærsti verslunarkjarninn (Mall) Plaza Mar 2 er ekki langt frá Alicante Golf, þar eru allar helstu verslanirnar. Í Alicante búa um 300.000 manns. Borgin er full af iðandi mannlífi og kemur alltaf skemmtilega á óvart, enda er stundum sagt að Alicante sé eitt best geymda leyndarmál Spánar.
Alicante Golf
Alicante Golf inniheldur sex par 3 holur, sex par 4 holur og sex par 5 holur, sem þýðir að þú munt aldrei spila sömu holu tvisvar í röð með sama par, sem gerir hringinn fjölbreyttari og skemmtilegri fyrir vikið. Eftirleifar af rómverskum byggingum frá fyrstu öld fyrir Krist setur skemmtilegan svip á golfhringinn en það er staðsett á 14. holu og þarf að slá yfir byggingarreitinn. Enginn blind högg eru á vellinum og er hann einstaklega þægilegur bæði í göngu og á golfbíl.
Nokkur vötn eru á vellinum sem koma í leik á alls ellefu brautum en sérstaklega á síðustu þremur holum vallarins sem gerir lokakaflann að mikilli áskorun fyrir kylfinga af öllum toga. 18. holan er einstaklega skemmtileg og falleg lokahola þar sem gestir Hotel Alicante Golf geta fylgst með síðustu höggum kylfinga frá svölum hótelsins. Mikið er lagt upp úr því að Alicante Golf skarti sínu fegursta allan ársins hring, og því lagt mikið upp úr viðhaldi á golfvellinum.