Verð og dagsetningar
Ferðalýsing
Flogið er í beinu flugi til Tenerife með NEOS á Tenerife South flugvöllinn sem er staðsettur í aðeins 10 mínútna aksturfjarlægð frá golfvellinum og hótelinu. Gist er á glæsilegu Alua del Atlantico hóteli sem liggur við ströndina á Golf del Sur með öllu inniföldu, morgunmat, hádegismat, kvöldmat og inlendum drykkjum. Spilað er 18 holur á dag alla daga nema komudag og brottfaradag.
Golf del Sur var vígður árið 1987 og var hannaður í grunninn af Pepe Gancedo en var endurgerður árið 2005 af Manuel Pinero. Völlurinn býður upp á fallegar og skemmtilegar holur sem hafa stórar flatir, breiðar brautir og eldfjalla sandglompur. Á vellinum hafa verið haldin PGA golfmót, ásamt mótum úr evrópumótaröðinni. Árið 1995 hélt Golf del Sur völlurinn Shell Wonderful World of Golf þar sem Ernie Els og Phil Mickelson mættust.
ATH: Eingöngu er opið á Norður og Links brautunum árið 2023. Suður völlurinn er tímabundið lokaður
Alua Atlantico Golf Resort ★★★★
Alua Atlantico opnaði á ný eftir endurbætur veturinn 2021. Hótelið er staðsett örfáum skrefum frá ströndinni og í innan við 5 mínútna akstursfjarlægð við Golf Del Sur og Amarilla golfvellina. ATH: Eingöngu er opið á Norður og Links brautunum árið 2023. Suður völlurinn er tímabundið lokaður
GISTING
Hægt er að velja um tvíbýli, tvíbýli með garðsýni eða tvíbýli með sjávarsýn. Herbergin eru rúmgóð og eru 27 fermetrar að stærð ásamt svölum. Ísskápur fylgir herbergjunum. Frítt wifi er á öllu hótelinu, lofkæling og dagleg þrif.
AÐSTAÐA
Í garðinum eru fimm sundlaugar með sjávarvatni, barnalaugar og tveir sundlaugarbarir. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu með inni sundlaug fyrir gesti eldri en 16 ára.
AFÞREYING
Á hótelinu er barnaklúbbur fyrir börn á aldrinum 4-12 ára ásamt úti leiksvæði. Stutt er í golfvelli og hægt er að finna aðra afþreyingu í kringum hótelið eins og hestaferðir, leikhús, yoga, borðtennis, pílukast o.fl.
VEITINGASTAÐIR
Fjórir veitingastaðir eru á hótelinu, þar á meðal Tex-Mex á la carte veitingastaður.
ATH
Tenerife
Tenerife hefur allt það að bjóða sem bestu sólarstaðir státa af. Eyjan er þekkt fyrir einstaka veðursæld, hreinar strendur og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa.
Fjölskyldur geta notið alls þess sem eyjan hefur upp á að bjóða og í boði er fjöldi gististaða fyrir allar fjölskyldustærðir – allt frá íbúðum upp í stórglæsileg hótel. Bókaðu í tíma til að tryggja gistingu sem hentar þér og þinni fjölskyldustærð.
Ekki má gleyma að á Tenerife er flottasti vatnsrennibrautagarður heims, „Siam Park“, ásamt hinum stórglæsilega dýragarði „Loro Parque“.
Það skemmta sér allir vel á paradísareyjunni Tenerife!
Skemmtigarðar
- Siam Park
- Aqualand
- Loro Park
- Bubble Soccer
Verslunarmiðstöðvar:
- Siam Mall
- Parque Santiago
- Safari Center
- Bahaia del Duque
- Oasis
Afþreying:
- Vatnasport
- Gönguferðir
- Verslanir
- Frábærir veitingastaðir
- Leikhús

TENERIFE SUR – SUÐURHLUTINN
Á suðurhluta Tenerife skín sólin nánast alla daga ársins og þar er vinsælast að vera. Úrval Útsýn býður upp á gistingu á suðurhlutanum í Playa de las Américas, Los Cristianos og Costa Adeje. Allir þessir staðir hafa sinn sjarma og sitt einstaka andrúmsloft. Í Los Cristianos slær hjarta suðurhlutans þar sem ferðamannaiðnaðurinn byrjaði. Á því svæði búa eyjaskeggjar Tenerife en gamli bærinn er afar sjarmerandi með litlum þröngum göngugötum, flottum kaffihúsum, börum og úrvali verslana. Playa de Las Americas hefur að geyma hinn svokallaða “Laugaveg” en þar er frábært úrval verslana og veitingastaða á heimsmælikvarða. Costa Adeje svæðið er svo yndislegt og rólegt, með fallegum ströndum og stórglæsilegum gistingum.

SANTA CRUZ – HÖFUÐBORGIN
Santa Cruz er höfuðborg Tenerife og hún er staðsett við sjávarsíðuna á norð-austur hluta eyjunnar, undir fjöllum Anaga tangans. Þetta er glaðleg heimsborg, full af orku, og litast af persónuleika eyjaskeggja. Í borginni, sem er samvaxin La Laguna, er ótal margt að skoða en samanlagt búa þar yfir 400 þúsund manns sem gerir þær að stærsta þéttbýlissvæði Kanaríeyja. Borgin hentar sérstaklega vel til gönguferða. Hún er þakin fallegum görðum, flottum verslunargötum og býður upp á alla þá kosti sem stórar heimsborgir státa af. Hér er að finna mjög áhugaverðan byggingarstíl gömlu tímanna, samofinn nýjum stefnum og straumum arkítektúrs 21. aldarinnar. Santa Cruz er sú borg Spánar sem státar af flestum nútíma byggingum á litlu svæði.

Menningarlíf borgarinnar er talið einstakt enda mikið af áhugaverðum söfnum og listsýningum á heimsmælikvarða. Fyrir tónlistarunnendur er sinfóníuhljómsveit borgarinnar í fremstu röð Evrópuþjóða. Borgin er byggð upp við fallegar breiðgötur, svo kallaðar „Ramblas“. Í borginni er skemmtilegt andrúmsloft, sem er bæði róandi og seiðandi, án þess að missa hið skemmtilega yfirbragð lítillar heimsborgar. Hér eru frábærar verslanir, verslunarmiðstöðar, veitingastaðir og kaffihús. Í næsta nágrenni er einnig stærsta og glæsilegasta strönd eyjunnar „Las Teresitas“. Í einungis 15 mínútna ferð með sporvagni er komið til hinnar þekktu 500 ára gömlu fyrrverandi höfuðborgar Tenerife, La Laguna, sem er á heimsminjaskrá UNESCO fyrir einstaka sögu og fallegar byggingar.

PUERTO DE LA CRUZ – NORÐURHLUTINN
Puerto de la Cruz er staðsett á norðurhluta eyjunnar og er einna þekktust fyrir að hýsa einn glæsilegasta dýragarð Evrópu, Loro Parque. Ferðalangar hafa heimsótt þessa einstöku borg frá Evrópu síðan um miðja 19. öld og er fyrsti eiginlegi sumarleyfisdvalarstaður Kanaríeyja. Borgin hefur yfir sér rólegt yfirbragð þar sem gamli og nýi tíminn mætast á mjög sjarmerandi máta.

Gamli bærinn státar af afar fallegum gömlum byggingum og höfnin sem er í lykilhlutverki þjónaði vínútflutningi frá La Orotava dalnum í nokkur hundruð ár. Bærinn La Orotava er verðugur áningastaður þar sem eru stórglæsileg hús og hallir ásamt kirkjum sem skreyta bæinn. Við sjávarsíðuna er svo að finna afar fallegan sundlauga- og lystigarð, Lago Martiánes, sem þjónar borginni sem einskonar strandgarður, því fáar baðstrendur eru við borgina.
Í Puerto de la Cruz er einnig að finna mikið af skemmtilegum verslunum, en til að mynda er þar stærsta verslunarmiðstöð eyjunnar, La Villa sem er staðsett rétt fyrir utan bæinn. Einnig er þar elsti skrúðgarður (Botanical Garden) Tenerife. Fallegar göngugötur, torg og garðar toppa svo þessa fallegu borg. Hér er mikið úrval af glæsilegum veitingastöðum, börum og kaffihúsum, bæði í gamla bænum sem og í næsta nágrenni hans.
Puerto De La Cruz er klárlega staður sem vert að skoða!
AFÞREYING Á TENERIFE

Á daginn þarf enginn að láta sér leiðast enda nóg við að vera fyrir unga jafnt sem aldna. Gaman er að heimsækja einn glæsilegasta vatnsrennibrautagarð Evrópu, Siam Park, þar sem þú getur meðal annars rennt þér niður 28 metra rennibraut nánast í frjálsu falli sem endar með ferð í gegnum hákarlabúr! Eða farið á stærstu go-kart braut Evrópu.
Við nánast hverja strönd á Tenerife er mikið úrval vatnaíþrótta -> sjóskíði, bananabátar, siglingar og köfun svo eitthvað sé nefnt.
Athugið
- Staðfestingargjald er 40.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.