Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna svo áratugum skiptir, enda meðal allra fegurstu staða á Ítalíu. Hefur vatninu og umhverfi þess verið líkt við himnaríki á jörð.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, og 7 nætur á Hotel Sportsman 4★ með morgunverði.
Ekki innifalið í verði:
Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, þjórfé, eða gistináttaskattur (city tax).
Ferðalýsing
Sportsman hótelið er staðsett mitt á milli bæjanna Garda og Bardolino, alveg við vatnið, á rólegum og friðsælum stað. Á hótelinu má finna bar, veitingastað, setustofu, verönd, sundlaug og einkaströnd við Gardavatnið með sólbekkjum og sólhlífum. Hægt er að kaupa akstur milli flugvallar og Hotel Sportsman en einnig er tilvalið að leigja bíl og þræða alla fallegu, litlu bæina sem umkringja Gardavatnið.
Sportsman Hotel ★★★★
Sportsman hótelið er staðsett mitt á milli bæjanna Garda og Bardolino, alveg við vatnið, á rólegum og friðsælum stað. Á hótelinu má finna bar, veitingastað, setustofu, verönd, sundlaug og einkaströnd við Gardavatnið.
Á hótelinu er frítt Wi-Fi og er loftkæling á öllum herbergjum. Bílastæði er við hótelið.
Göngustígur liggur frá hótelinu að ströndinni þar sem finna má sólbekki og sólhlífar. Hægt er að leigja kajaka á hótelinu og fara út á vatnið. Fjölbreyttur morgunverður er innifalinn og góðir glútenlausir kostir í boði. Í tveggja mínútna göngufæri frá hótelinu er ekta ítalskur pizzastaður.
Verona
Margir tengja Verona helst við hina óborganlegu sögu af forboðinni ást Rómeó og Júlíu úr smiðju Shakespears og linna ekki látum fyrr en þeir standa við svalirnar þar sem hið ástfangna par kallaðist á. Ekki amaleg tenging þar en Verona býður nú til dags upp á ótalmargt fleira með fjölda skemmtilegra torga, margsnúnar og sniðugar götur, aragrúa stórra og smárra verslana og enn fleiri matstaði og kaffihús. Sagan liggur í hverju skoti en fremst í flokki fer hið stóra rómverska hringleikahús sem varðveist hefur ótrúlega vel í tæp 2000 ár. Þar eru enn sett á svið leikrit og ótal tónleikar. Til viðbótar má nefna fjölmargar kirkjur með ólíkum stílbrögðum og upplagi, magnaðar brýr yfir borgarfljótið Adige, listasöfn og gallerí, gæðavín á hverju strái og ítalska eldhúsið í öndvegi.
Hvað er að sjá?
Verona státar af fjölda skemmtilegra og áhugaverðra staða. Listinn gæti litið svona út:
Versur romae, vae romae
Fyrst skal telja rómverska leikhúsið sem haldið hefur svip sínum um aldir. Stór jarðskjálfti á 12. öld hreyfði vart við húsinu enda er hluti þess byggður úr fyrsta flokks bleiklituðum marmara. Hér er pláss fyrir um 30.000 áhorfendur og hér eru haldnir tónleikar árið um kring.
Giardino giusti
Handan Adige-fljóts er gullfallegur garður sem talinn er einn af gimsteinum Endurreisnarinnar. Garðurinn er nefndur í höfuðið á aðalsættinni sem annast hefur reitinn frá stofnun árið 1591. Þótt garðurinn sé blómlegri yfir sumarmánuðina svífur þar magnaður andi yfir vetrartíma og allan ársins hring er hann athvarf elskenda.
Gamli bærinn
Gamli bærinn er mjög skemmtilegur með þröngum götum og ítalskri matargerð eins og hún gerist best, einna helst líkt og maður detti inn í ítalska bíómynd. Marmara göngugatan Via Mazzini liggur í gegnum hjarta bæjarins að Piazza Erbe torginu sem er gríðarlega fallegt.
Shakespeare
Borgin var mikil hvatning fyrir Shakespeare og notaði hann Verona sem leiksvið í þremur leikritum; Rómeó og Júlíu, Skassið tamið, og Tveir herramenn frá Verona. Hinar sögufrægu svalir þar sem Júlía stóð og hlustaði á ástarjátningar Rómeós er vinsæll skoðunarstaður.
Museo Di Castelvecchio
Þetta einstaka safn geymir fjölda muna og minja frá rómverskum tíma, miðöldum og endurreisninni, auk nýlegri listmuna, í 28 sýningarrýmum. Húsnæðið er sér kapítuli út af fyrir sig. Það var reist sem virkisborg um miðja 14. öld ofan á rómverskum rústum og kirkju sem að hluta til má skoða innandyra.
Galleria D’Arte Moderna Achille Forti
Þetta listasafn geymir mörg djásn frá tímabilinu 1840-1940 með áherslu á málverk og höggmyndir.
Torre Deil Lamberti
Torre dei Lamberti er 84 m hár varðturn sem byggður var á löngu tímabili á 13.-15. öld, mest til að hafa fyrirvara á innrásum frá Feneyingum. Frá turninum er frábært útsýni yfir borgina og nágrenni hennar.
Piazza Dei Signiori
Umhverfis þetta aðaltorg Verona eru raðir af tignarlegum gömlum byggingum. Fyrst skal nefna Palazzo degli Scaligeri frá 14. öld. Þar bjó Cangrande I Dekla Scala, sá er reisti virkisborgina sem fyrr en nefnd. Loggia el Consiglio var reist á 16. öld sem eins konar ráðhús borgarinnar, og Palazzo della Ragione var upphaflega byggt sem bústaður en hefur gegnt mörgum hlutverkum í gegnum tíðina. Á miðju togirnu er hin fræga stytta af skáldinu Dante sem fékk athvarf í Verona eftir útlegðardóm í Flórens.
Flóamarkaðurinn
Loks skal nefna flóamarkaðinn á Piazza San Zeno sem er opinn flesta sunnudaga árið um kring. Þar er að finna mikið úrval antíkmuna, allskyns apparöt og og flíkur.
Verona er alltaf vinaleg heim að sækja og enginn snýr svikinn heim.
Athugið
Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.