Verð og dagsetningar
Ferðalýsing
Fáir staðir á Ítalíu hafa notið jafn mikilla vinsælda og Gardavatnið, sem er talið eitt fegursta stöðuvatn landsins. Í þessari ferð verður Gardavatn og aðrar perlur svæðisins í kring kannaðar undir dyggri leiðbeinslu íslensks fararstjóra ásamt innlendum staðarleiðsögumanni. Allar skoðunarferðir innifaldar.
Ponti Sul Mincio útleggst á íslensku sem Brýrnar við Mincio. Þetta er lítið 2000 mann þorp í Lombardyhéraði á Ítalíu.
Gardaland er í um 9 km fjarlægð og San Martino della Battaglia-turninn í um 10 km fjarlægð. Næsti flugvöllur er flugvöllurinn í Veróna, í um 22 km fjarlægð.



Dagskrá
Dagur 1, sunnudagur, 25. júní 2023
Ferðin hefst með flugi Neos til Veróna á Ítalíu þann 25.júní kl.06:30, lending í Verona er kl.12:30 að staðartíma.
Þar bíður rúta eftir okkur og við tekur um hálftíma ferð til Gardavatns. Við setjum okkur niður í bænum Ponti Sul Mincio og tékkum okkur inn á Hotel Relais Corte Cavalli.
Restin af deginum er frjáls og tilvalið að skoða sig um í þessum fallega bæ.
Dagur 2, mánudagur, 26. júní 2023
Heilsdagsskoðunarferð umhverfis Gardavatnið þar sem stoppað verður í mörgum fallegum þorpum og bæjum og fræðst um skemmtilegar staðreyndir og sögu.
Innifalinn er hádegisverður (ath látið vita fyrirfram ef óskað er eftir grænmetisfæði).
Dagur 3, þriðjudagur, 27. júní 2023
Frjáls dagur. Auðvelt er hægt að taka leigubíl inn í Peschiera del Garda sem er í aðeins 2 km fjarlægð.
Dagur 4, miðvikudagur, 28. júní 2023
Fyrir dyrum stendur skoðunarferð til Verona þar sem sagan af elskendunum Rómeó og Júlíu varð innblástur Shakespeare að samnefndu leikriti. Hér eru svalirnar þar sem Júlía stóð og meðtók og svaraði ástinni sinni sem stóð á götunni.
Við heimsækjum einnig leifar hins stórfenglega hringleikahúss Rómverja við Piazza Brá sem enn þjónar hlutverki sínu sem fyrirtaks heimili stórkonserta og leikrita. Þá kíkjum við í verslanir á Via Mazzini sem er full af listmunaverslunum, galleríum og litríku götulífi. Eftir hádegið verður haldið í vínsmakkanir í hinu annálaða rauðvínshéraði Valpolicella. Hér hefur verið vínrækt í um 1500 ár.
Valpolicella vínin eru vel þekkt og kostur þeirra er m.a. að þeirra má njóta innan aðeins nokkura vikna frá uppskerutíma.
Einnig verða á veginum fleiri vín af sama meiði, ma. extra sæt desertvín.
Dagur 5, fimmtudagur, 29. júní 2023 — Frjáls dagur
Skemmtilegt getur verið að leigja hjól fyrir þá sem það vilja, hægt er að hjóla til Peschiera del Garda á 14 -15 mínútum (u.þ.b 2 km) og fyrir þá sem vilja hjóla áfram til Sirmione þá er það um 35 mínútna hjólatúr í viðbót, en aðeins eru 11 km milli Pesciera del Garda og Sirmione.
Dásamlegt umhverfi má finna í hvaða átt sem er á þessu fallega svæði.
Dagur 6, föstudagur, 30. júní 2023
Ferð að Iseo-vatni sem liggur í skjóli Alpanna vestur af Gardavatni. Iseovatn er minna en Gardavatn en þykir af ýmsum slá við fegurð stóru systur.
Ferðin hefst með heimsókn í Iseo-bæ og það er sem stigið sé aftur tímann þegar leiðin liggur um aldagömul stræti sem liggja í þvers og kruss. Gangan endar uppi við Oldofredi-kastala sem er forvitnilegur (aðgangur ekki innifalinn).
Eftir hádegishlé verður farið í siglingu út í einstaklega fallega eyju, Monte Isola, sem mun vera stærsta eyjan af öllum slíkum í stöðuvötnum Evrópu! Það er skemmtileg áskorun að ganga upp að kirkjunni sem trónir uppi á efsta tindi eyjunnar (600 m.). Þegar aftur er komið í land verður haldið heim á leið en komið verður við í vínþorpinu Franciacorta og smakkað á guðaveigum heimamanna.
Dagur 7, laugardagur, 1. júlí 2023
Dagur 8, sunnudagur, 2. júlí 2023
Rúta sækir hópinn á hótelið kl.10:30 að morgni.
Beint flug frá Veróna kl.13:30 að staðartíma, lending í Keflavík kl.15:50 að íslenskum tíma.
Relais Corte Cavalli ★★★★
Relais Corte Cavalli er glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett rétt við Gardavatnið á Ítalíu. Hótelið er samstæða sem byggð er umhverfis stærsta og elsta bóndabæ Ponti sul Mincio. Glæsilegur gististaður í sveitastíl. 3 km í Gardavatn.
Gisting: Herbergin eru fallega skreytt og þægileg og hafa hellstu þægindi, m.a. sjónvarpi, ókeypis wifi, örryglishólf og loftkælingu. Einnig er sími og minibar. Baðherbergin hafa sturtu/baðkar og hárþurrku.
Aðstaða-Afþreying: Relais Corte hefur sundlaug og sólbaðsaðstöðu, heilsulind með aðgang að heitum potti og gufubaði, einnig er hjólaleiga og golfvöllur í 3 km fjarlægð.
Veitingar: Hótelið hefur góðan sælkeraveitingastað með hefðbundinni ítalskri matargerð. Einnig er bar á hótelinu.
Staðsetning: Hótelið er í 3 km fjarlægð frá golfvelli, Garden Park skemmtilgarður er í 8 km fjarlægð, 3 km í Gardavatn. 750 m í næsta veitingastað utan hótelsins og 17 km frá Verona flugvelli.
Aðbúnaður:
Sturta/baðkar
Sundlaug
Veitingastaður
Bar
Loftkæling
Ókeypis wifi
Sjónvarp
Sími
Hárþurrka
Verona

Margir tengja Verona helst við hina óborganlegu sögu af forboðinni ást Rómeó og Júlíu úr smiðju Shakespears og linna ekki látum fyrr en þeir standa við svalirnar þar sem hið ástfangna par kallaðist á. Ekki amaleg tenging þar en Verona býður nú til dags upp á ótalmargt fleira með fjölda skemmtilegra torga, margsnúnar og sniðugar götur, aragrúa stórra og smárra verslana og enn fleiri matstaði og kaffihús. Sagan liggur í hverju skoti en fremst í flokki fer hið stóra rómverska hringleikahús sem varðveist hefur ótrúlega vel í tæp 2000 ár. Þar eru enn sett á svið leikrit og ótal tónleikar. Til viðbótar má nefna fjölmargar kirkjur með ólíkum stílbrögðum og upplagi, magnaðar brýr yfir borgarfljótið Adige, listasöfn og gallerí, gæðavín á hverju strái og ítalska eldhúsið í öndvegi.
Hvað er að sjá?
Verona státar af fjölda skemmtilegra og áhugaverðra staða. Listinn gæti litið svona út:
Versur romae, vae romae

Fyrst skal telja rómverska leikhúsið sem haldið hefur svip sínum um aldir. Stór jarðskjálfti á 12. öld hreyfði vart við húsinu enda er hluti þess byggður úr fyrsta flokks bleiklituðum marmara. Hér er pláss fyrir um 30.000 áhorfendur og hér eru haldnir tónleikar árið um kring.
Giardino giusti
Handan Adige-fljóts er gullfallegur garður sem talinn er einn af gimsteinum Endurreisnarinnar. Garðurinn er nefndur í höfuðið á aðalsættinni sem annast hefur reitinn frá stofnun árið 1591. Þótt garðurinn sé blómlegri yfir sumarmánuðina svífur þar magnaður andi yfir vetrartíma og allan ársins hring er hann athvarf elskenda.

Gamli bærinn
Gamli bærinn er mjög skemmtilegur með þröngum götum og ítalskri matargerð eins og hún gerist best, einna helst líkt og maður detti inn í ítalska bíómynd. Marmara göngugatan Via Mazzini liggur í gegnum hjarta bæjarins að Piazza Erbe torginu sem er gríðarlega fallegt.
Shakespeare
Borgin var mikil hvatning fyrir Shakespeare og notaði hann Verona sem leiksvið í þremur leikritum; Rómeó og Júlíu, Skassið tamið, og Tveir herramenn frá Verona. Hinar sögufrægu svalir þar sem Júlía stóð og hlustaði á ástarjátningar Rómeós er vinsæll skoðunarstaður.
Museo Di Castelvecchio

Þetta einstaka safn geymir fjölda muna og minja frá rómverskum tíma, miðöldum og endurreisninni, auk nýlegri listmuna, í 28 sýningarrýmum. Húsnæðið er sér kapítuli út af fyrir sig. Það var reist sem virkisborg um miðja 14. öld ofan á rómverskum rústum og kirkju sem að hluta til má skoða innandyra.
Galleria D’Arte Moderna Achille Forti
Þetta listasafn geymir mörg djásn frá tímabilinu 1840-1940 með áherslu á málverk og höggmyndir.
Torre Deil Lamberti
Torre dei Lamberti er 84 m hár varðturn sem byggður var á löngu tímabili á 13.-15. öld, mest til að hafa fyrirvara á innrásum frá Feneyingum. Frá turninum er frábært útsýni yfir borgina og nágrenni hennar.
Piazza Dei Signiori

Umhverfis þetta aðaltorg Verona eru raðir af tignarlegum gömlum byggingum. Fyrst skal nefna Palazzo degli Scaligeri frá 14. öld. Þar bjó Cangrande I Dekla Scala, sá er reisti virkisborgina sem fyrr en nefnd. Loggia el Consiglio var reist á 16. öld sem eins konar ráðhús borgarinnar, og Palazzo della Ragione var upphaflega byggt sem bústaður en hefur gegnt mörgum hlutverkum í gegnum tíðina. Á miðju togirnu er hin fræga stytta af skáldinu Dante sem fékk athvarf í Verona eftir útlegðardóm í Flórens.
Flóamarkaðurinn
Loks skal nefna flóamarkaðinn á Piazza San Zeno sem er opinn flesta sunnudaga árið um kring. Þar er að finna mikið úrval antíkmuna, allskyns apparöt og og flíkur.
Verona er alltaf vinaleg heim að sækja og enginn snýr svikinn heim.
Athugið
- Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.