Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, og bílaleigubíll (flokkur C1 Ford Fiesta eða sambærilegur, ótakmarkaður akstur og tryggingar).
Ekki innifalið í verði:
Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn.
Dagskrá
Dagur 1 — Verona
Fáið bílaleigubílinn afhentan eftir lendingu á flugvellinum í Verona. Þaðan er keyrt til Riva del Garda, þar sem gist er fyrstu fjórar næturnar. Það eru engar fyrirfram skipulagðar afþreyingar á þessum degi, heldur er fyrsti dagurinn ætlaður sem frjáls dagur til þess að skoða sig um í borginni fögru.
Dagur 2 — Lake Garda skoðunarferð
Við mælum með því að fara í skoðunarferð um Gardavatnið, þar sem stoppað væri í frægustu bæjum svæðisins Desenzano, Sirmione, Malcesine, Limone og Salo. Hver bær hefur sína eigin sögu og hefðir sem ná alla leið aftur til miðalda. Keyra síðan til Sirmione og heimsækja fræga kastalann þar, og þaðan áfram til Desenzano, þar sem hægt er að skoða annan kastala og villu frá tímum rómverja. Ferðinni væri svo haldið áfram til Salo, þar sem gott er að skoða svæðið í kringum vatnið. Önnur hugsanleg stopp eru Limone, þekkt fyrir fallega sítrónulundi og hlutverk sitt í James Bond myndinni Quantum of Solace, og Malcesine, frægt þorp frá miðöldum.
Dagur 3 — Verona og Padova
Við mælum með að keyra til Verona snemma, leggja bílnum við Piazza Bra og skoða helstu kennileyti borgarinnar framundir hádegi. Keyra svo til Padova seinnipartinn, en þar eru frægar, glæsilegar kirkjur og myndlistarsafn.
Dagur 4 — Venezia
Við mælum með að keyra til Punta Sabbioni og taka þaðan ferjuna yfir til Feneyja og eyða deginum þar. Taka svo ferjuna til baka í lok dags og keyra aftur til Garda.
Dagur 5 — Flórens og Montecatini
Á þessum degi verður að keyra til Montecatini, því þar verður gist næstu tvær nætur. Við mælum með að komið verði við í Flórens á leiðinni, eina mestu listaborg heims, en þar er þriðjungur af öllu listagóssi Ítalíu, sem er nú þegar þekkt fyrir þúsunda ára listasögu, svo margar eru gersemarnar.
Dagur 6 — Siena og San Gimignano
Við mælum með að byrja daginn á því að skoða hið gullfallega Chianti svæði, þekkt fyrir samnefnd vín, sem liggur á milli Flórens og Siena, og stefna svo til San Gimignano, en reisnarlegir turnar bæjarins trjóna yfir svæðinu, áður en deginum er lokið í miðaldaborginni Siena.
Dagur 7 — Verona
Nú verður að taka stefnuna til Verona, því þar er gist seinustu nóttina.
Dagur 8
Eftir að hafa tékkað út úr hótelinu í Verona, þá þarf að keyra aftur á flugvöllinn, þar sem bílnum er skilað og flogið heim til Íslands.
Verona
Margir tengja Verona helst við hina óborganlegu sögu af forboðinni ást Rómeó og Júlíu úr smiðju Shakespears og linna ekki látum fyrr en þeir standa við svalirnar þar sem hið ástfangna par kallaðist á. Ekki amaleg tenging þar en Verona býður nú til dags upp á ótalmargt fleira með fjölda skemmtilegra torga, margsnúnar og sniðugar götur, aragrúa stórra og smárra verslana og enn fleiri matstaði og kaffihús. Sagan liggur í hverju skoti en fremst í flokki fer hið stóra rómverska hringleikahús sem varðveist hefur ótrúlega vel í tæp 2000 ár. Þar eru enn sett á svið leikrit og ótal tónleikar. Til viðbótar má nefna fjölmargar kirkjur með ólíkum stílbrögðum og upplagi, magnaðar brýr yfir borgarfljótið Adige, listasöfn og gallerí, gæðavín á hverju strái og ítalska eldhúsið í öndvegi.
Hvað er að sjá?
Verona státar af fjölda skemmtilegra og áhugaverðra staða. Listinn gæti litið svona út:
Versur romae, vae romae
Fyrst skal telja rómverska leikhúsið sem haldið hefur svip sínum um aldir. Stór jarðskjálfti á 12. öld hreyfði vart við húsinu enda er hluti þess byggður úr fyrsta flokks bleiklituðum marmara. Hér er pláss fyrir um 30.000 áhorfendur og hér eru haldnir tónleikar árið um kring.
Giardino giusti
Handan Adige-fljóts er gullfallegur garður sem talinn er einn af gimsteinum Endurreisnarinnar. Garðurinn er nefndur í höfuðið á aðalsættinni sem annast hefur reitinn frá stofnun árið 1591. Þótt garðurinn sé blómlegri yfir sumarmánuðina svífur þar magnaður andi yfir vetrartíma og allan ársins hring er hann athvarf elskenda.
Gamli bærinn
Gamli bærinn er mjög skemmtilegur með þröngum götum og ítalskri matargerð eins og hún gerist best, einna helst líkt og maður detti inn í ítalska bíómynd. Marmara göngugatan Via Mazzini liggur í gegnum hjarta bæjarins að Piazza Erbe torginu sem er gríðarlega fallegt.
Shakespeare
Borgin var mikil hvatning fyrir Shakespeare og notaði hann Verona sem leiksvið í þremur leikritum; Rómeó og Júlíu, Skassið tamið, og Tveir herramenn frá Verona. Hinar sögufrægu svalir þar sem Júlía stóð og hlustaði á ástarjátningar Rómeós er vinsæll skoðunarstaður.
Museo Di Castelvecchio
Þetta einstaka safn geymir fjölda muna og minja frá rómverskum tíma, miðöldum og endurreisninni, auk nýlegri listmuna, í 28 sýningarrýmum. Húsnæðið er sér kapítuli út af fyrir sig. Það var reist sem virkisborg um miðja 14. öld ofan á rómverskum rústum og kirkju sem að hluta til má skoða innandyra.
Galleria D’Arte Moderna Achille Forti
Þetta listasafn geymir mörg djásn frá tímabilinu 1840-1940 með áherslu á málverk og höggmyndir.
Torre Deil Lamberti
Torre dei Lamberti er 84 m hár varðturn sem byggður var á löngu tímabili á 13.-15. öld, mest til að hafa fyrirvara á innrásum frá Feneyingum. Frá turninum er frábært útsýni yfir borgina og nágrenni hennar.
Piazza Dei Signiori
Umhverfis þetta aðaltorg Verona eru raðir af tignarlegum gömlum byggingum. Fyrst skal nefna Palazzo degli Scaligeri frá 14. öld. Þar bjó Cangrande I Dekla Scala, sá er reisti virkisborgina sem fyrr en nefnd. Loggia el Consiglio var reist á 16. öld sem eins konar ráðhús borgarinnar, og Palazzo della Ragione var upphaflega byggt sem bústaður en hefur gegnt mörgum hlutverkum í gegnum tíðina. Á miðju togirnu er hin fræga stytta af skáldinu Dante sem fékk athvarf í Verona eftir útlegðardóm í Flórens.
Flóamarkaðurinn
Loks skal nefna flóamarkaðinn á Piazza San Zeno sem er opinn flesta sunnudaga árið um kring. Þar er að finna mikið úrval antíkmuna, allskyns apparöt og og flíkur.
Verona er alltaf vinaleg heim að sækja og enginn snýr svikinn heim.
Athugið
Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.