Hvergi annars staðar á heimskringlunni finnur þú jafn mikla fjölbreytni og á Indlandi. Aðra eins litadýrð í mannlífi og menningu er vart hægt að hugsa sér. Á Indlandi kynnist þú glaðlegu og gestrisnu fólki, óvenjulega litríkum klæðaburði og andrúmslofti sem einkennist af æðruleysi og gagnkvæmri virðingu.

  Verð og dagsetningar

  Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?

  Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@uu.is

  Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.

  Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, innanlandsflug á Indlandi á milli Jaipur og Varanasi og frá Varanasi til Mumbai, 15 kg farangursheimild, gisting í tvíbýli með morgunverði í tilgreindum hótelum eða sambærilegum, hádegismatur 5 daga og kvöldverður 6 kvöld, allur akstur í loftkældri bifreið á milli staða, daglegar skoðunarferðir auk aðgangseyris, leiðsögn innlendra leiðsögumanna, og Íslensk fararstjórn.
  Ekki innifalið í verði: Ekki "late/earl check-in/out" - Innritun kl. 14:00. Útskráning 11:00., kostnaður við vegabréfsáritun, ferðaskilríki og afgreiðslu á landamærum, eða þjórfé, tryggingar, persónuleg útgjöld og annað það sem ekki er nefnt sérstaklega hér að framan.

  Ferðalýsing

  Athugið

  • Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
  • Staðfestingargjald er 100.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.