Egyptaland er einstakt í sinni röð sem fóstrað hefur háþróuð menningarríki síðustu 7000 ár. Lífæð landsins hefur alla tíð verið stórfljótið Níl og á bökkum þess getur að líta stórkostlegar minjar um horfnar menningarþjóðir sem réðu yfir ótrúlegu verkviti og sýndu trúarhita sinn og ótakmarkaða lotningu fyrir sínum háu herrum í gegnum stórfengleg musteri og listaverk.
Verð og dagsetningar
Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?
Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@uu.is
Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á 5 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, 4 nætur á Ms. Crown Jubilee með fullu fæði, innanlandsflug í Egyptalandi, allar skoðunarferðir í ferðaáætlun, allur aðgangseyrir í ferðaáætlun nema þar sem annað er tekið fram, 9 hádegisverðir, og 6 kvöldverðir.
Ekki innifalið í verði:
Vegabréfsáritun (25 USD, sótt um og greitt á vefslóðinni https://visa2egypt.gov.eg/), þjórfé, aðgangur inn í pýramídana (30 USD), aðgangur að The Royal Mummy room í Egypska safninu (20 USD), eða aðgangur að Tutankhamun Tomb í Konungadalnum (25 USD).
Dagskrá
Gistingar í ferð
Athugið
- Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
- Mælt er með að fólk láti bólusetja sig gegn hinum hefðbundu sjúkdómum áður en ferðast er til Afríku eða Asíu. Bóka má tíma og fá nánari upplýsingar hjá https://vinnuvernd.is/thjonusta/ferdavernd/ eða senda póst á hopar@uu.is