Hótel Las Madrigueras er byggt og innréttað í klassískum spænskum stíl og í fullkomnu jafnvægi við umhverfið. Hótelið er tilvalið fyrir einstaklinga og minni hópa sem vilja slaka á í rólegu og þægilegu umhverfi, njóta frábærar þjónustu starfsfólks og spila golf í fallegu og endurnærandi umhverfi á frábærum golfvelli. Þetta hótel er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.
  Sæki dagsetningar...

  Verð og dagsetningar

  Sæki verð...
  Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á 5 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, ótakmarkað golf, flutningur á golfsetti, akstur til og frá flugvelli, morgunmatur, 3 kvöldverðir "a la carte" á veitingastaðnum Bogey, ótakmarkað golf á vellinum Golf Las Americas og sérvaldir rástímar, 1 Golfnudd (25 mínútur), frír aðgangur að Spa á hótelinu (gufubað, nuddpottur og heilsurækt), frír aðgangur að netinu (WIFI), og ávextir og vatnsflaska í boði hótels við komu.

  Ferðalýsing

  Hotel Las Madrigueras Golf ★★★★★

  Tenerife

  Athugið

  • Staðfestingargjald er 40.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.