Barcelona – Livornio – Róm – Napolí – Palermó – Kotor (Svartfjallalandi) – Korfu (Grikklandi) – Messína – Valletta (Möltu – Barcelona

 

Draumkennd, skemmtileg og fræðandi sigling á vit margra helstu perla Miðjarðarhafs með áherslu á djásn Ítalíu og um borð í lúxusskipi. Auk fimm áfangastaða á Ítalíu verður komið við í Svartfjallalandi, strandhögg gert á eyjunum Korfu og  Möltu en siglingarhringnum lokað í Barselóna. Á siglingunni gefst gott næði til að njóta aðbúnaðar, veislufanga og þjónustu um borð þar sem hver hefur sína hentisemi en blanda einnig geði í góðum hópi enda er maður manns gaman.

Sæki dagsetningar...

Ferðalýsing

Verð og dagsetningar

Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, tólf nætur um borð í skipi, morgunverður á hóteli, fullt fæði um borð á skipi, ferðir til og frá flugvelli og skipi, þjórfé á skipi og hafnargjöld, og þrjár nætur á 4 stjörnu hóteli.
Ekki innifalið í verði: Drykkir um borð, skoðunarferðir í landi, ferðamannaskattur í Barcelona, eða annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu.
Sæki verð...