Komdu með í alhliða styrktar-og úthalds ferð sem byggir á styrktar æfingum með teygjum í lokin. Lögð er áhersla á styrk, þol, úthald, liðleika, snerpu, jafnvægi o.m.fl. Lyftingar, hlaup, handlóða og eða ketilbjölluæfingar, armbeygjur, hnébeygjur og fjöldi annarra æfinga eru hluti af ferðinni okkar. Þetta er tilvalinn tími fyrir þig sem ert að leita eftir að tóna líkamann og styrkja. Einnig góður tími til að byrja á þessari ferð ef þú ert að koma þér aftur af stað í heilsuræktinni.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, aðgangur að spa, aðgangur að líkams- og heilsurækt, dagskrá með fararstjóra, og morgunverður á hóteli.
Nánari lýsing
Fyrir hverja hentar þessi ferð: Þessi ferð er fyrir alla sem hafa áhuga á að komast í hreyfiferð þar sem skemmtileg dagskrá er í boði, daglegar æfingar, frábær félagsskapur fólks með sameiginlegt áhugamál að hreyfa sig og, ekki sakar að það er í góðu veðri undir handleiðslu þjálfara sem hefur mikla reynslu að þjálfa fólk í mismunandi formi og á mismunandi aldri.
Ég hef aldrei stundað Crossfit, er þetta eitthvað fyrir mig? Orðið Crossfit virðist stundum vera fælandi, fólk sér fyrir sér afreks íþróttafólk sem það hefur séð í sjónvarpinu og eða á samfélagsmiðlum en staðreyndin er sú að langflestir sem stunda Crossfit er venjulegt fólk á öllum aldri og í mismunandi formi. Stór hluti af Crossfit er félagsskapurinn. Ef þér finnst gaman að æfa, ert búinn að vera að æfa, eða ætlar jafnvel að nota ferðina til þess að stíga þín fyrstu skref þá er þetta klárlega ferð sem verða ógleymanleg.
Ég er ekki í góðu formi/með meiðsli
Allar æfingar sem eru skv dagskrá í ferðinni verða settar upp þannig að hægt sé að aðlaga (skala) þær að einstaklingum svo þeir fái sem mest út úr æfingunni. Hvort sem þetta séu fyrstu æfingar hjá þér í langan tíma eða þú ert með slæm hné/axlir o.s.frv. Nýttu tækifærið og komdu með okkur, þetta gæti verið neistinn sem þig vantar!
Hvernig æfingar eru þetta? Æfingarnar byggjast upp á hefðbundinn hátt þ.e. Hugtök eins og Hiit, Amrap, EMOM, Chipperar, WOD, sem fólk þekkir úr Crossfit og öðrum hóptímum eru grunnurinn að æfingunum ásamt styrktaræfingum.
Mottóið er: 1. Hreyfiferill – þ.e. að fólk gerir hreifinguna rétt og fallega
2. Ákefð – er hversu hratt við vinnum æfinguna
3. Þyngd – er hversu þung lóð við notum án þess að það hafi áhrif á ákefð eða hreyfiferil!
Hve margar æfingar verða? stefnt er að því að taka morgunæfingu alla daga sem er ca klukkustund, þá verður gönguferð, strandæfing, o.fl. Með öðrum orðum við ætlum að hreyfa okkur!
Það eru ýmis stéttarfélög sem veita styrki til félagsmanna sinna fyrir námskeiðum og fræðslu/endurmenntun. Við hvetjum þig til að kynna þér réttindi og styrkveitingar sem þitt stéttarfélag veitir og athugaðu hvort það sé fyrir þessa ferð.
Gistingar í boði
Bull Vital Suites er góð 4 stjörnu gisting rétt hjá Maspalomas Golf golfvellinum. Hótelið er tilvalið fyrir þá sem vilja spila golf. Hótelið er staðsett á friðsælum stað nálægt Maspalomas sandöldunum. Í nágrenni við hótelið eru ótal góðir veitingastaðir og barir og hin fræga Enska strönd er í 1 km fjarlægð frá hótelinu.
GISTING
Á þessu hóteli eru einungis rúmgóðar svítur sem samanstanda af einu svefnherbergi með hjónarúmi, stofu með svefnsófa og baðherbergi með baðkari. Svíturnar eru loftkældar og þar er að finna sjónvarp, síma, mini-bar og öryggishólf (gegn gjaldi). Öllum junior svítum fylgja svalir eða verönd.
AÐSTAÐA
Gróðursæll, fallegur garður með sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstöðu er við hótelið. Þar er einnig að finna Bali rúm til þess að slaka á í. Heilsulind hótelsins býður upp á nudd og margskonar snyrtimeðferðir ásamt líkamsræktaraðstöðu. Frítt internet er í gestamóttöku.
AFÞREYING
Góð setustofa þar sem gestir geta kælt sig niður og fengið sér fordrykk eða slakað á eftir góða máltíð. Hótelið er staðsett rétt hjá Maspalomas Golf og einungis 15 mínútna akstur er í aðra góða golfvelli.
VEITINGAR
Á hótelinu er veitingastaðurinn El Capricco sem er veitingastaður sem býður upp á hlaðborð og sérhæfir sig í Miðjarðarhafsmatseld og fjölbreyttum alþjóðlegum mat. Hann er opinn á morgnana og á kvöldin. Á hótelinu er einnig sundlaugarbar. Þeir sem eru með hálft fæði velja af matseðli forrétt, aðalrétt og eftirrétt svokallaður "Set Menu"..
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett rét hjá Maspalomas Golf golfvellinum og hentar því kylfingum vel.
AÐBÚNAÐUR Á VITAL SUITES
Útisundlaug
Sólbekkir
Sundlaugabar
Stutt á stöndina
Líkamsrækt
Heilsulind
Gufubað
Nudd
Veitingastaður
Bar
Lifandi tónlist
Þvottahús
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.
Kanarí / Gran Canaria
Áratugum saman hafa íslendingar sótt í dásamlegar strendur Gran Canaria og hefur eyjan verið einn vinsælasti áfangastaður Úrvals Útsýnar. Ungir sem aldnir finna varla betri stað fyrir sólarfrí. Stöðugt hitastig, þægilegt loftslag, hreinar strendur og stórbrotið landslag er eitthvað sem heillar alla!
Úrval Útsýn býður íslendingum fjölda áfangastaða á Gran Canaria. Gisting er fjölbreytt og úrval er mikið af gæða gistingu á góðu verði.
Skemmtigarðar
Aqualand
Palmitos Park
Sioux City
Cocodrilo Park
Holiday World
Go Kart
Hangar 37
Angry Birds
Verslunarmiðstöðvar
Las Arenas
El Mirador
El Tablero
Atlanrico
Bellavista
El Faro
Afþreying
Hjólabátur
Bananabátur
Jetski
Fallhlíf úr báti
Kafbátur
Bátur með glergólfi
Fallhlífastökk
Enska ströndin (20 mín frá flugvelli)
Playa del Ingles er vinsæll ferðamannastaður en nafnið á bæði við um ströndina og bæinn. Ströndin teygir sig til San Augustin í austri og Maspalomas í vestri. Góð aðstaða er fyrir gönguferðir og hlaup við vitann í Maspalomas og sandöldurnar freista margra. Flestir þekkja verslunarkjarnana Yumbo Center, Kasbah, Cita og Faro 2.
Meloneras svæðið (30 mín frá flugvelli)
Meloneras svæðið er orðið sambyggt Ensku ströndinni að vestan. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Meloneras svæðinu, með áherslu á tengingu við náttúruna. Ströndin á Maspalomas er stór og þekkt fyrir mikla og sérstæða sandhóla sem gerir ströndina sérlega skemmtilega til fjölbreyttrar útiveru. Við vitann Boulevard El Faro er að finna fjöldan allan af veitingastöðum og verslunum.
Puerto Rico – smábátahöfn (30 mín frá flugvelli)
Puerto Rico er afar sjarmerandi og fallegur bær á suðvesturhluta eyjunnar Gran Canaria. Bærinn hefur að mestu leyti byggst upp í kringum smábáthafnirnar en í dag eru þær orðnar tvær og við aðra þeirra er að finna ströndina Playa de Puerto Rico. Þar er að finna fallega veitingastaði við sjóinn sem og góða sólbaðsaðstöðu. Bærinn hefur byggst upp í kringum tvær víkur eða tvo dali og rísa hæðirnar í kring tignarlegar yfir svæðið. Í dalbotninum er svo að finna skemmtilegt svæði með verslunum, verslunarmiðstöðum, veitingastöðum og leiksvæðinu „Angry Bird’s“ sem hentar fyrir ungu kynslóðina. Rétt utan við bæinn er svo hin nýja og fagra strönd „Playa de Amadores“ þar sem hægt er að sóla sig á hvítum sandi allan daginn. Fagurblár sjór, veitingastaðir og verslanir eru við ströndina, en þar er einnig að finna Amadores Beach Club sem býður upp á bekki og veitingar í fallegu umhverfi. Playa de Puerto Rico státar af einu besta loftslagi sem fyrirfinnst á öllum Kanaríeyjunum allt árið um kring. Við mælum með að fólk leigi sér bíl og keyri meðfram strandlengjunni eða taki stræisvagna sem ganga á milli allra bæjanna á suðurhlutanum, því stutt er yfir til Puerto de Mogan og Playa del Ingles svæðanna. Við bjóðum upp á 5 ólíkar gistingar á þessu skemmtilega svæði. Sem dæmi er að finna falleg íbúðarhótel við smábátahöfnina sem hafa allt til alls og henta fólki sem kýs meiri “lúxus” og vill vera miðsvæðis. Fyrir þá sem þora og geta erum við einnig með gistingar í hlíðunum fyrir ofan svæðið en þaðan er ótrúlega fallegt útsýni yfir bæinn, smábátahöfnina og Atlantshafið. Þessar gistingar henta ekki þeim sem eiga erfitt með gang. Til að komast niður í bæinn er hægt að taka leigubíl sem tekur um 5 mínútur og kostar hvor leið um 5 evrur.
Puerto de Mogan — „litlu Feneyjar“ (45 mín frá flugvelli)
Einn af fallegustu bæjum eyjunnar er Puerto de Mogan, sem er staðsettur á suð-vestur hluta Gran Canaria. Puerto de Mogan er stundum kallaður “litlu Feneyjar” enda ekki skrýtið þar sem hafnarsvæðið er allt byggt upp í kringum lítil síki með fallegum veitingastöðum og skemmtilegum gönguleiðum milli húsanna. Þessi einstaki hafnarbær hefur að geyma ótrúlega fallegt og róandi andrúmsloft sem krefst þess að maður slaki á, njóti og nái algerri hvíld. Falleg strönd er við höfnina með veitingastöðum og börum. Þar fyrir ofan eru svo verslanir og útivistarsvæði. Gistingarnar okkar á svæðinu eru glæsilegar og hannaðar til að gefa fólki tækifæri á að slaka á og njóta hverrar sekúndu í fallegum vistarverum og görðum sem umlykja hótelin. Þetta svæði hentar öllum sem vilja “lúxus” og endurnæringu á líkama og sál.
Las Palmas – höfuðborg Gran Canaria (20 mín frá flugvelli)
Las Palmas er höfuðborg Gran Canaria og um leið Austurhéraðs Kanaríeyja, en eyjarnar eru tvö héruð af sautján héruðum Spánar. Í Las Palmas býr um helmingur allra íbúa Austurhéraðs. Þar er að finna fjölbreytilegt menningar- og mannlíf jafnt að nóttu sem degi, sérstaklega í gamla borgarhlutanum. Kaffihús eru þar á hverju strái sem og einstök flóra veitingastaða og öldurhúsa þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Athugið
Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.
Þátttakendur skulu hafa meðferðis fatnað við hæfi sérstaklega skal minnt á góðan skóbúnað.
Gönguferðir okkar leggja mesta áherslu á skemmtun og upplifun. Við gerum engar kröfur um líkamlegt atgervi þátttakenda vegna þátttöku í hjóla- og gönguferðum. Skipulagning er með þeim hætti að ekki eru gerðar kröfur um sérstakar æfingar eða þjálfun fyrir ferðirnar heldur gengið út frá því að þátttakendur séu í þokkalegu formi og stríði ekki við veikindi.
Ef þið eruð í vafa mælum við með heimsókn til heimilislæknis og að fara að hans ráðum. Það er ábyrgð þátttakenda að hafa líkamlegt atgervi til að ljúka ferðinni. Upplýsingar okkar um líkamlega getu þátttakenda eru aðeins til upplýsingar eftir bestu vitneskju og reynslu en frávik eru ekki á okkar ábyrgð. Ef þátttakandi treystir sér ekki til að ljúka ferð sem gengið hefur samkvæmt áætlun er það á hans ábyrgð en ekki okkar.