Allt frá 17. öld hefur strandbærinn Brighton á suðurströnd Englands verið einn vinsælasti ferðamannabær Bretlands enda vandi konungsfjölskyldan komur þangað. Þegar járnbraut var lögð til Brighton, 1841, margfölduðust vinsældir bæjarins og hefur hann haldið sínum stalli æ síðan. Hér er allt til alls fyrir gesti og gangandi sem allt tengist skemmtan og afþreyingu, lífi og fjöri og fjölþættri þjónustu. Enda þótt Brightonbúar setji ekki upp eiginlegan jólamarkað er borgin í sannkölluðum hátíðarbúningi alla aðventuna með fjölda uppákoma og viðburða sem tengjast skammdeginu og jólunum.
  Sæki dagsetningar...

  Nánar um Brighton

  Verð og dagsetningar

  Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, og 3 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði.
  Ekki innifalið í verði: Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn.
  Sæki verð...