Fáar borgir hafa annan eins kraft og Berlín. Endalaust er hægt að ganga um og uppgötva eitthvað nýtt og spennandi. Til að mynda er hægt að fara á milli staða í neðanjarðarlestinni, stoppa á hinum heimsfrægu ölstofum borgarinnar eða grípa sér bradwurtz á götuhorni. Berlín er tilvalin fyrir hópa sem vilja njóta alls hins besta í mat, drykk og menningu.
Verð og dagsetningar
Sæki verð...
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á Park Inn Alexanderplatz Hotel 4★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, og City Tax.
Park Inn by Radisson Berlin Alexanderplatz ★★★★
Athugið
- Staðfestingargjald er 40.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.