Afar spennandi og skemmtileg ferð á vit gullfallegrar náttúru og magnaðra sögu- og menningarslóða þriggja þjóðríkja á Balkanskaganum. Dvalið verður á góðu hóteli í hinum hlýlega og fallega króatíska strandbæ Cavtat sem er um 20 km suður af einu af  borgardjásnum Adríahafs, Dubrovnik. Frá Cavtat verður farið í ferðir til Bosniu og Hersegóvínu og Svartafjallalands, auk fallegra borga, bæja, sveita og eyja í Króatíu. Dubrovnik verður að sjálfsögðu í öndvegi og eftir skoðunarferð um borgina er auðvelt að taka strætó frá Cavtat og skoða og upplifa borgarstemninguna betur á eigin vegum. Auk skoðunarferða verða nokkrir frjálsir dagar, sem farþegar ráðstafa að vild. Hér er mjög mikið innifalið, m.a. morgunverður og flestir kvöldverðir, allar skoðunaferðirnar, íslenskur fararstjóri og sérfróðir enskumælandi staðarleiðsögumenn. Balkanskaginn kallar svo sannarlega!

Sæki dagsetningar...

Ferðalýsing

Verð og dagsetningar

Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 8 nætur á Hótel Cavtat, íslensk fararstjórn, Morgunverður, kvöldverður á hótelinu á dögum 2, 3, 5 og 7 án drykkja, kvöldverður á dalmatísku veitingahúsi á degi 8 án drykkja, skoðunarferðir með rútu, aðgangur og þjónusta eins lýst er í ferðatilhögun., og innlendir enskumælandi leiðsögumenn í Dubrovnik (dagur 2), Í Mostar (dagur 3) Kotor og Cetinje (dagur 5) og skoðunarferð um Konavle-dalinn (dagur 6)..
Ekki innifalið í verði: Þjórfé, kvöldverður daga 4 og 6, ferðatryggingar, hótelskattur sem greiðist beint til hótels, eða annað en það sem fram kemur í ferðalýsingu..
Sæki verð...