Áramótaferðirnar okkar til Alicante Golf Hotel með blöndu af golfi og skemmtun eru mjög vinsælar. Hitastigið á Spáni er milt á þessum tíma árs, meðalhiti ca. 18 gráður, fullkomið til að spila íslenskt sumargolf, kveðja gamla árið og byrja það nýja í sól og sumaryl á meðan skammdegið ríkir heima á Fróni.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, íslensk fararstjórn, ótakmarkað golf, afnot af golfbíl, flutningur á golfsetti, og val um morgunverð eða hálft fæði.
Ferðalýsing
Flogið verður til Alicante og þeir sem vilja geta spilað golf daglega en kíkt í bæinn, heimsótt jólamarkaði, sótt tónleika eða sest niður með Spánverjunum og fengið sér kaffi, gos eða aðra hressingu. Í Alicante er mikið líf á pöbbunum í kringum jól og áramót.
Alicante
Borgin Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca á Spáni og er höfuðborg héraðsins. Borgin er gullfalleg gömul, spænsk borg með heillandi miðbæ sem iðar af mannlífi. Þar ríkir mikil matar- og vínmenning sem endurspeglast í fjölda framúrskarandi veitingastaða borgarinnar.
Í Alicante er að finna fjölda áhugaverðra safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Næturlíf borgarinnar er alþekkt og geta skemmtanaþyrstir ferðalangar valið á milli aragrúa af börum, öldurhúsum og diskótekum.
Ekki spillir fyrir að við borgina er frábær 7 km löng strönd og hótelin okkar eru staðsett nálægt ströndinni. Ferð til Alicante borgar sameinar því sólar- og borgarferð sem inniheldur strandlíf og slökun ásamt því að njóta alls þess er borgin hefur upp á að bjóða.
GAMALL SJARMERANDI BÆR
Svæðið í kringum Alicante hefur verið heimili mannsins í yfir 7000 ár. Leifar af elstu byggðum er m.a. að finna í hlíðum Mount Benacantil en kastalinn Santa Barbara stendur í hlíðum fjallsins. Kastalinn er upprunalega frá 9. öld en honum hefur verið viðhaldið og endurbyggður í aldanna rás. Árið 1963 var kastalinn opnaður almenningi og í dag er hægt að taka lyftu upp í 166 m hæð, skoða kastalann og njóta útsýnisins.
FORNMINJAR OG SPENNANDI MARKAÐIR
Í Alicanteborg gefst tækifæri til að skoða margar fallegar minjar frá tímum máranna en Dómkirkjan San Nicolas er mjög falleg og vel þess virði að leggja leið sína þangað meðan á dvölinni stendur. Einnig eru forvitnilegir handverksmarkaðir í borginni og rétt við höfnina er mikið um götusala.
FALLEGAR STRENDUR
Strendur Alicante eru fallegar og þar er mannlífið litríkt. Við höfnina er fjöldi bara og veitingastaðir í röðum.
VERSLUNARMÖGULEIKAR
Mikið úrval verslana er að finna á göngugötunni, Rambla, til dæmis El Corte Ingles, Zara og H&M. Einnig er þar mikið úrval veitingastaða, s.s. tapas sem og spænskir, kínverskir og mexíkanskir staðir.
SKEMMTILEGT SVÆÐI Í KRING
Ef farþegar ákveða að taka bílaleigubíl eru margir fallegir staðir í kringum Alicante sem vert er að skoða. Má þar nefna bæinn Alcoy sem er mjög fallegur. Þar er hátíð mára og kristinna haldin í apríl ár hvert. Einnig er bærinn Altea mjög fallegur og algjörlega þess virði að gera sér ferð þangað.
Athugið
Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.