Hótel Melia Alicante liggur við smábátahöfnina í miðborg Alicante. Spilað er svo á tveimur völlum, Alicante Golf og El Plantio sem eru stuttri fjarlægð frá hótelinu. Frábær áfangastaður fyrir þá sem vilja spila á tveimur golfvöllum og kíkja á góða veitingastaði, verslanir og fallegar strendur í kjarna borgarinnar.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 6 nætur á gisting á Melia Alicante 4★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, flutningur á golfsetti, ótakmarkað golf, og afnot af golfbíl.
Ekki innifalið í verði:
Akstur frá hóteli að golfvelli.
Ferðalýsing
Flogið er beint til Alicante og gist á Hótel Melia Alicante sem er staðsett í 20 mínútna akstursfjarlægð frá flugvellinum. Spilað er á Alicante Golf og El Plantio sem eru báðir í 10 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu. Spilað er fyrstu þrjá golfdaga ferðarinnar á El Plantio og seinni þrjá golfdagana á Alicante Golf en ekki er spilað á komu og brottfarardegi. Í boði er að bóka ferð án þess að spila golf og er það dregið af kostnað ferðarinnar. Svo er einnig hægt að hafa samband við golfdeild Úrvals Útsýnar varðandi sér óskir.
Alicante Golf
Alicante golfvöllurinn er hannaður af Seve Ballesteros með 6 par 3, par 4 og par 5 brautir sem liggja á milli húsana. Brautir vallarins eru skemmtilegar með fallegum gróðri og vötnum í 10 mínútna fjarlægð frá Melia Alicante. Klúbbhúsið er svo stórt með góða golfverslun og “Petímetre” sem er frábær steikar veitingastaður.
El Plantio
El Plantio er einstaklega góður keppnisvöllur staðsettur í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Hótel Melia Alicante. Brautirnar eru umkringdar stórum pálmatrjám sem setja mikinn karakter á völlinn ásamt vötnum. Skemmtilegur par 3 völlur er svo á El Plantio ásamt góðri æfingaaðstöðu. Klúbbhús vallarins er svo glæsilegt og býður upp á góðar veitingar.
Melia Alicante Hotel Golf ★★★★
Hotel Melia Alicante er frábært 4* hótel og er það eitt vinsælasta hótelið á Alicante. Hótelið er staðsett úti á smábátabryggjunni með Postuguet ströndina í fanginu, smábátahöfnin er frábærlega staðsett alveg í miðborginni með fjölda veitinga- og kaffihúsa í næsta nágrenni. Á hótelinu er vinsæll Tapas veitingastaður.
Akstur er ekki innifalinn milli hótels og golfvallar. Innifalið ótakmarkað golf á dag nema komu og brottfarardag og golfbíll 18 holur á dag, spilað á Alicante Golf velli.
GISTING
Á Melia Alicante eru öll herbergi rúmgóð, með loftkælingu, síma, gervihnattarsjónvarpi, minibar, öryggishólfi, þráðlausu interneti ofl. sem og svölum eða verönd. Herbergisþjónusta er allan sólarhringinn.
Premium herbergi eru 26 fermetrar með einu tvíbreiðu rúmi eða tveim einbreiðum og svölum Hægt er að fá Premum herbergi sem er með útsýni yfir höfnina eða sjóinn.
Einnig er hægt að velja Premium svítur sem eru sérstaklega rúmgóðar með stofu og tveimur baðherbergjum. Fallegt útsýni er úr Premium svítunum yfir hafið eða höfnina.
AÐSTAÐA
Á hótelinu er góð útisundlaug með sólbaðsaðstöðu og fallegu útsýni yfir sjóinn, líkamsrækt sem er opin allan sólarhringinn og heilsulind þar sem gestir, sem vilja láta dekra við sig, geta farið í nudd eða aðrar meðferðir, gegn gjaldi. Frítt internet er á hótelinu.
VEITINGAR
Á hótelinu er veitingastaðurinn Terra sem er à la carte veitingastaður sem sérhæfir sig í matseld frá Miðjarðarhafinu og býður upp á sérstakega góða hrísgrjónarétti. Hann er opinn í hádeginu og á kvöldin og geta gestir notið dásamlegs útsýnis yfir hafið á meðan þeir snæða. Veitingastaðurinn BLU er árstíðarbundinn og er fullkominn fyrir ljúfan hádegisverð. Á hótelinu er morgunverðarhlaðborð á Salon Gran Postiguet og Cool & Casual Bar sem er einnig opinn á kvöldin.
STAÐSETNING
Hótelið er frábærlega staðsett úti á smábátabryggjunni með Postuguet ströndina í fanginu og miðbæ Alicante í seilingarfjarlægð. Frábært útsýni er úr sundlaugagarðinum yfir hafið og stutt er í veitingastaði og kaffihús.
Alicante
Borgin Alicante er staðsett í hjarta Costa Blanca á Spáni og er höfuðborg héraðsins. Borgin er gullfalleg gömul, spænsk borg með heillandi miðbæ sem iðar af mannlífi. Þar ríkir mikil matar- og vínmenning sem endurspeglast í fjölda framúrskarandi veitingastaða borgarinnar.
Í Alicante er að finna fjölda áhugaverðra safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Næturlíf borgarinnar er alþekkt og geta skemmtanaþyrstir ferðalangar valið á milli aragrúa af börum, öldurhúsum og diskótekum.
Ekki spillir fyrir að við borgina er frábær 7 km löng strönd og hótelin okkar eru staðsett nálægt ströndinni. Ferð til Alicante borgar sameinar því sólar- og borgarferð sem inniheldur strandlíf og slökun ásamt því að njóta alls þess er borgin hefur upp á að bjóða.
GAMALL SJARMERANDI BÆR
Svæðið í kringum Alicante hefur verið heimili mannsins í yfir 7000 ár. Leifar af elstu byggðum er m.a. að finna í hlíðum Mount Benacantil en kastalinn Santa Barbara stendur í hlíðum fjallsins. Kastalinn er upprunalega frá 9. öld en honum hefur verið viðhaldið og endurbyggður í aldanna rás. Árið 1963 var kastalinn opnaður almenningi og í dag er hægt að taka lyftu upp í 166 m hæð, skoða kastalann og njóta útsýnisins.
FORNMINJAR OG SPENNANDI MARKAÐIR
Í Alicanteborg gefst tækifæri til að skoða margar fallegar minjar frá tímum máranna en Dómkirkjan San Nicolas er mjög falleg og vel þess virði að leggja leið sína þangað meðan á dvölinni stendur. Einnig eru forvitnilegir handverksmarkaðir í borginni og rétt við höfnina er mikið um götusala.
FALLEGAR STRENDUR
Strendur Alicante eru fallegar og þar er mannlífið litríkt. Við höfnina er fjöldi bara og veitingastaðir í röðum.
VERSLUNARMÖGULEIKAR
Mikið úrval verslana er að finna á göngugötunni, Rambla, til dæmis El Corte Ingles, Zara og H&M. Einnig er þar mikið úrval veitingastaða, s.s. tapas sem og spænskir, kínverskir og mexíkanskir staðir.
SKEMMTILEGT SVÆÐI Í KRING
Ef farþegar ákveða að taka bílaleigubíl eru margir fallegir staðir í kringum Alicante sem vert er að skoða. Má þar nefna bæinn Alcoy sem er mjög fallegur. Þar er hátíð mára og kristinna haldin í apríl ár hvert. Einnig er bærinn Altea mjög fallegur og algjörlega þess virði að gera sér ferð þangað.
Athugið
Staðfestingargjald er 40.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.