Ef golfferð er ofarlega á óskalistanum og þú vilt heimsækja algjöra paradís kylfinga þá skaltu fara til Algarve, þar er að finna golfvelli sem tvímælalaust henta öllum kylfingum. Í þessari ferð erum við með glæsilegt úrval golfvalla en að sjálfsögðu er hægt að óska eftir öðrum golfsvæðum. Annars vegar erum við að bjóða upp á golfvöllinn Pestana Vila Sol í Vilamoura, en hann er alþjóðlega viðurkenndur golfvöllur, hannaður af Donald Steel og vígður árið 1991. Hinsvegar erum við að bjóða upp á golfvellina í Quinta do Lago, en þar er að finna þrjá golfvelli. Norðurvöllurinn var endurhannaður árið 2014 af hinum virta arkitekt Beau Welling, ásamt Paul McGinley. Suðurvöllurinn, krúnudjásn Quinta do Lago var hannaður árið 1974 af William Mitchell og svo Laranjal völlurinn, sem opnaði árið 2009.
Sæki dagsetningar...

Golfvellirnir

Nánar um Algarve

Verð og dagsetningar

Innifalið í verði: Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 8 nætur á 5 stjörnu gistingu, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, með The Magnolia Hotel eru innifaldir 6 golfhringir á Quinta do Lago, með Pestana Vila Sol Golf & Resort Hotel er innifalið ótakmarkað golf og golfbíll á Pestana Vila Sol, val er um morgunmat eða hálft fæði, og með Salgados Golf Course er ótakmarkað golf og golfbíll.
Sæki verð...