Komdu með í ævintýri á Ítalíu þar sem meðal annars verður siglt á Comovatni, gengið um þröngar götur Bergamo og Genoa og fallegu fjallaþorpin sem þekkt eru undir nafninu “Cinque Terre” verða heimsótt. Skemmtileg ferð fyrir alla aldurshópa.
Verð og dagsetningar
Sæki verð...
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 3 nætur á Hotel NH Bergamo 4★ með morgunverði, 6 nætur á Best Western Plus City Hotel 4★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, akstur til og frá flugvelli, Einn kvöldverður er innifalinn á Hotel Bergamo, tveir kvöldverðir eru innifaldir í Genoa, allar rútuferðir ásamt skoðunarferðum, lestarferðum og bátsferðum sem taldar eru upp í lýsingu ferðar, og morgunverðarhlaðborð.
Ekki innifalið í verði:
Gistináttaskattur (city tax) sem eru 4 eur á mann fyrir hverja nótt í Bergamo og 2 eur á mann fyrir hverja nótt í Genoa, eða þjórfé.
Dagskrá
Gistingar í boði
Athugið
- Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
- Staðfestingargjald er 80.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.