Verið velkomin í aðventuferð til höfuðborgar Lettlands, Riga, sem er stærsta borg Eystrasaltsríkjanna. Riga er falleg borg sem er vert er að skoða og einnig gott að versla og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Boðið verður upp á skoðunarferðum um gamla bæinn með fararstjóra en eins gefst tækifæri til að kanna bæinn á eigin vegum. Fylgjast með mannlífinu frá einu af fјölmörgum kaffi- og veitingahúsum miðbæjarins og versla í spennandi verslunum. Íbúar borgarinnar eru um 700.000 eða þriðjungur íbúa landsins. Leiðtogi Hanseveldisins, Albert von Buxthoven, stofnaði Riga árið 1201 og útvíkkað þá verslunarveldi Hansakaupmanna til austurs. Gamli bærinn í borginni er aldagamall og er á heimsminjaskrá UNESCO.
Verð og dagsetningar
Viltu bóka ferð, fá tilboð í verð, eða fá frekari upplýsingar?
Hafðu samband í +354 585 4000 eða sendu okkur póst á info@uu.is
Við sérsníðum ferðina að þínum óskum.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 4 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði, íslensk fararstjórn, og Flug með Air Baltic.
Ekki innifalið í verði:
Akstur milli flugvallar og hótels (valkvæður), Þjórfé, City tax, eða Skoðunarferðir.
Skoðunarferðir
Athugið
- Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
- Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
- Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
- Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.