Ferðaævintýri á vit fegurðar og ógleymanlegrar upplifunar. Brussel er ein af helstu menningarborgum í Evrópu og iðar af mannlífi. Hér er hægt að drekka í sig sögu álfarinnar og borða mat úr öllum heimshornum. Brussel þekkt fyrir matargerð og er þá helst að nefna belgísku vöffluna, súkkulaði, franskar kartöflur og fjölmargar bjórtegundir sem og söguleg kennileiti og byggingarlist sem skráð eru á heimsminjaskrá UNESCO
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, og 3 nætur á 3 stjörnu gistingu með morgunverði.
Ekki innifalið í verði:
Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, eða skoðunarferðir, máltíðir aðrar en morgunverður, City Tax, flugvallarakstur (valkvæður).
Ferðalýsing
Brussel er ekki aðeins höfuðborg Flæmingjalands og Belgíu heldur í hugum margra hjarta Evrópu, enda er þar aðsetur flestra helstu stofnana Evrópusambandsins. Þetta gefur borgarlífinu alþjóðlegan blæ en íbúarnir hafa alla tíð haldið fast í þjóðlegar hefðir. Flestir þeirra hafa frönsku að móðurmáli en hollensku bregður líka víða fyrir. Útlendingar eru um fjórðungur íbúa og þar ræður enskan ríkjum. Nú eru íbúafjöldi Brussel ríflega 1 milljón.
Jólastemmingin heldur innreið sína í upphafi Aðventunnar þegar Brusselbúar opna hinn árlega og víðfræga jólamarkað. Markaðstorgin dreifa sér um miðborgina með miðju á Grand-Place torginu og við gömlu kauphöllina, la Bourse, sem Napóleon lagði grunninn að 1801. Þá er vert að koma við á Place de la Monnaie torginu og torgi heilagrar Katrínar og loks á gamla fikskmarkaðinum, Marché aux Poissons. Á öllum stöðunum er líf og fjör og á yfir 200 sölubásum má má gera reyfarakaup.
En Brussel er ekki eingöngu fyrir jólabörnin heldur er borgin órþrjótandi fróðleiksnáma og skemmtun fyrir menningarvita, sælkera og þá sem skemmta sér best við að kíkja í flottar verslanir.
Brussel er skemmtileg borg og tilvalin fyrir þá sem vilja skreppa í skemmtilega helgarferð, borgin er miðstöð evrópskra menningar. Brussel er þó framar öllu höfuðborg Belga sem á sér langa og merka sögu. Gamlar hefðir og byggingar setja svip sinn á gamla bæjarhlutann sem er í hjarta borgarinnar Grand-Palace.
Í Brussel gefst tækifæri til að komast í snertingu við allt hið besta í evrópskri menningu. Í borginni er margt að sjá og skoða og er úrval af góðum veitingastöðum og verslunum og er helsta verslunargata Brussel er Rue Neuve. Tilvalið er að kíkja inn í sérverslanir með belgískar smákökur og belgískt konfekt.
Matargerð Belga er list út af fyrir sig, úrvalið endalaust. Galeries Royales St. Hubert er elsta verslunarmiðstöð Evrópu frá árinu 1847. Þar er að finna fjölda kaffihúsa, leikhúsa og þekktra lúxus og sérvöruverslana.
Áhugaverðir staðir
The Grand Place: þar gefur að líta hið glæsilega ráðhús Hotel de Villa sem er frá 15 öld, Maison du Roi sem er heimili Borgarsafn Brussel, samkomuhús frá 17 öld ásamt röð einkahúsa sem byggð voru í lok 17.aldar. Auðlegð byggingarlistar Brussel er heillandi og einfaldlega yfirþyrmandi. Aðeins steinsnar frá Grand Place er Royal Galleries, eitt elsta yfirbyggða gallerí í Evrópu, fallegt að degi sem og á nóttu. Stutt frá Grand Place eru gömul og falleg hverfi, IItöt Sacré og Sablon
The Mont des Arts: frábært útsýni í allar áttir og á öllum árstíðum, fallegur garður þar sem hægt er að sitja og njóta, á safninu er aðalbóka- og handritasöfn landsins ográðstefnumiðstöðin í Brussel Square. Í göngufæri eru helstu söfn og menningarstofnanir svo sem Konunglega listasafnið, hljóðfærasafn MIM, Bozar og margt fleira.
Royal Quarter: Place Royale hefur haldið hlutverki sínu í gegnum aldir sem „Executive power district“, eða framkvæmdavaldshverfi. Á Place des Palais er skrifstofa konungs, á móti eru Royal Park og hinu megin við garðinn er Þjóðhöllin, aðsetur belgíska þingsins.
The Atomium var búið til fyrir heimssýningun 1958 og táknar járnkristal sem er stækkaður 165 milljarðar sinnum, hver kúla tákar járnatóm ( atom of iron) Hönnunarsafnið í Brussel er rétt hjá.
The Marolles district: hér er að finna hina eiginlegu/ekta Brussel og má heyra þar hina upprunalegu mállýsku innfæddra „Brusseleir“ Þar er fjölbreytt úrval kaffihúsa, „trendy“ barir og nýtískuleg listagallerí. Place de Jeu de Baller er hjarta hverfisins, þar er ristastór flóamarkaður „Vieux Marché“ á hverjum degi.