Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, og 3 nætur á 4 stjörnu gistingu með morgunverði.
Ekki innifalið í verði:
Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, eða skoðunarferðir, flugvallarakstur (valkvæður), City tax (greiðist beint á hóteli), máltíðir (aðrar en morgunverður).
Heimamenn eru vinalegir enda er ferðaþjónusta ört vaxandi atvinnugrein. Í borginni er einnig gróskumikil menningarstarfsemi, fjölmörg þekkt söfn og sýningarsalir, en einnig fjöldi verslana og veitingastaða. UNESCO tilnefndi Glasgow nýlega sem „Borg tónlistarinnar“ og staðfesti þar með endanlega að Glasgow stendur undir því orðspori sem af henni fer: ein af fremstu menningarborgum í Evrópu.
Menning og listir
Í Glasgow blómstra menning og listir og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þar má finna úrval listasafna og hafa framsæknir listaháskólar hreiðrað um sig í borginni, vaxið og dafnað. Í borginni er hægt að heimsækja alþjóðleg söfn, lítil gallerí, líkt og hið glæsilega Kelvingrove Art Gallery and Museum, og hið skemmtilega Riverside Museum. Þeir sem eru áhugasamir um sögu Glasgow geta heimsótt The Tenement House þar sem fræðast má um lifnaðarhætti og aðstæður hins almenna borgara í Glasgow á 20. öld. Húsinu hefur verið haldið vel við og er sérstök upplifun að sjá með eigin augum.
Matur og „pöbbinn“
Í Glasgow eru fjölmargar krár/pöbbar og skemmtileg veitingahús, t.a.m. Two Fat Ladies and the Buttery, sem hefur fengið viðurkenningu sem afburðar veitingarstaður, og Red Onion sem líka er þekktur fyrir frábæran mat. Ein af frægustu krám Glasgow er „The Horse Shoe bar“ en þar er yfirleitt mikið líf og fjör.
Þeir hugrökkustu ættu svo að smakka Haggis sem er þjóðarréttur Skota og svipar til okkar íslenska sláturs. Heimamenn segja gjarnan að annað hvort muntu elska eða hata þennan rétt. Þeir sem ekki leggja í Haggis þurfa ekki að örvænta, það er líka hægt að fá Haggis snakk!
Áhugaverðir veitingastaðir í Glasgow
Chaophraya Buchanan StreetBlackhouse
The Grill on the Corner 21 -25 Bothwell Street
KamaSutra 331 Sauchiell Street
Prezzo er á nokkrum stöðum í borginni
Zizzi 48 Buchanan Street og 31 Royal Exchange Square
All Bar One 56 -72 St Vincent St
Verslun í Glasgow
Glasgow hefur lengi verið vinsæll áfangastaður kaupahéðna, enda gott úrval á afar hagstæðu verði. Það er um að gera að njóta þess að rölta um verslunargöturnar Buchanan Street, Scuchiehall eða Argyle Street. Fyrir þá sem kjósa frekar að versla innandyra er tilvalið að heimsækja verslunarmiðstöðvarnar Buchanan Galleries, St. Enoch Centre eða Prince‘s Square.
Athugið
Ef lágmarksþátttaka næst ekki áskilur Úrval Útsýn sér rétt til að fella niður ferðina.
Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.