Við bjóðum upp á vikuferðir á Abama golfvöllinn allt árið í kring með þar sem gist er á glæsilegu fimm stjörnu golfvallar hótelinu Las Terrazas de Abama á suðvestur hluta Tenerife sem hefur unnið til margra verðlauna og er án efa einn af bestu áfangastöðum Evrópu.
Innifalið í verði:
Beint flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, gisting, flutningur á golfsetti, gisting á 5 stjörnu hótelinu las Terrazas de Abama, 6 golfhringir á Abama golfvellinum, og 1 golfbíll á herbergi.
Ekki innifalið í verði:
Athugið að ekki er boðið upp á fararstjórn, eða akstur til og frá flugvelli.
Ferðalýsing
Flogið er í beinu flugi til Tenerife á Tenerife South flugvöllinn sem er staðsettur í u.þ.b. 30 mínútna akstursfjarlægð frá Las Terrazas de Abama hótelinu og golfvellinum. Gist er á fimm stjörnu Las Terrazas de Abama hótelinu, staðsett í General del Sur sem liggur upp við golfvöllinn með aðgang að góðri heilsulind. Settin er svo geymt í klúbbhúsinu og eru tilbúin á golfbílnum fyrir hringinn. Vikuferðirnar bjóða upp á golf alla daga fyrir utan brottfarar- og komudag á Abama vellinum með golfbíl.
Golfvöllurinn
Abama golfvöllurinn var hannaður árið 2005 af Dave Thomas og er 18 holu par 72 championship golfvöllur og inniheldur völlurinn yfir 300 tegundir hitabeltis plöntulífi þ.á.m. yfir 20.000 pálmatré. Holur vallarins eru með frábæru útsýni yfir Atlantshafið og La Gomera eyjuna fögru. Landslag vallarins er svo einstaklega fallegt með með vötnum, fossum og hvítum glompum um brautina. Klúbbhúsið er svo staðsett við miðjan völlinn þar sem golfarar geta notið stórkostlegs útsýnis úr húsinu og magnaða Japanska matargerð frá Michelen veitingastaðnum Kabuki. Allir gestir okkar hafa aðgang að golfbíl og geta pantað rástíma í gestamóttöku eða með því að senda beiðni á golf@uu.is við bókun á ferðinni.
Las Terrazas de Abama hótelið
Hótelið er fimm stjörnu hótel staðsett við golfvöllinn og inniheldur hótelið 151 svítu með útsýni yfir Atlantshafið, La Gomera eyjuna og Abama golfvöllinn. Svíturnar eru með einu, tveimur og þremur svefnherbergjum eru eins herbergja svíturnar 87 fermetrar og tveggja herbergja svíturnar 188 fermetrar og er hægt að velja um annað hvort hliðarsjávarsýn eða sjávarsýn. Svíturnar eru vel búnar með stóru rúmi, baðherbergi með baðkari og sturtu, gervihnattasjónvarpi, hljómflutningsgræjum og þráðlausu interneti. Öll herbergi eru loftkæld og eru með ísskáp, síma og öryggishólfi og boðið er upp á herbergisþjónustu allan sólarhringinn
Veitingastaður
Á hótelinu er Melvin veitingastaðurinn sem býður upp á það besta sem Kanarí eyjarnar hafa upp á að bjóða í matargerð og sér hinn vinsæli Marín Berasategui um eldamennskuna á veitingastaðnum sem hlotið hefur 12 Michelin stjörnur. Veitingastaðurinn býður einnig upp á fjögurra þema morgunverð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í klúbbhúsinu er svo magnaður Japanskur Michelen staður þar sem ráðlagt er að panta borð fyrir ferðina á.
Tenerife
Tenerife hefur allt það að bjóða sem bestu sólarstaðir státa af. Eyjan er þekkt fyrir einstaka veðursæld, hreinar strendur og fjölbreytta afþreyingu. Á Tenerife skín sólin nánast alla daga ársins og þar er vinsælast að vera. Las Terrazas de Abama er á suðvestur hluta eyjunnar á general del sur svæðina stutt frá frábærum veitingastöðum og fallegu ströndinni á Abama
Athugið
Staðfestingargjald er 50.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.