Í þessari 2ja vikna ferð verður blandað saman kynnum af landi og þjóð með áherslu á að spila golf á frábærum völlum. Suður-Afrísk golfsena stendur á gömlum merg og hefur löngum lagt til marga fræga golfara á heimsmælikvarða. Nægir að nefna nöfn eins og Gary Player, Nick Price, Ernie Els og Retief Goosen. Í landinu eru fjölmargir golfvellir og verða spilaðir 8 hringir á sex völlum.
Sæki dagsetningar...

Verð og dagsetningar

Sæki verð...
Innifalið í verði: Flug fram og til baka, flugvallagjöld og skattar, ferðataska og handfarangur, 7 nætur á Pearl Valley Hotel by Mantis 4★ með morgunverði, 7 nætur á Fancourt Hotel & Spa Hotel 5★ með morgunverði, íslensk fararstjórn, 2 golfhringir á Pearl Valley, 1 golfhringir á Erinvale, 2 golfhringir á Francourt Outeniqua, 1 golfhringir á Simola, 1 golfhringir á Francourt Montagu, 1 golfhringir á Pinnacle Point, flutningur á golfsetti, afnot af golfbíl, allar rútuferðir, innanlandsflug í Suður-Afríku, aðgangur að aðstöðu að hálfnuðum hring (halfway house) á völlum í Fancourt, sólarlagssigling á Kysna lóninu með víni og ostrum, aðgangur að bílasafninu, skoðunarferðir í og við Höfðaborg: Boulder Beach, þjóðgarðurinn við Góðrarvonarhöfða og kláfferja upp á Table Mountain, aðgangur að Gango hellunum, cango „wildlife ranch“ og strúta-býlinu, og villidýraleit („game drive“) í Buffelsdrift.
Ekki innifalið í verði: Máltíðir utan morgunmats.

Ferðalýsing

Dagskrá

Gistingar í ferð

Suður-Afríka

Athugið

  • Staðfestingargjald er 120.000 kr. og er óafturkræft. Vinsamlegast kannið forfallatryggingar sem fylgja kreditkortum og/eða heimilistryggingum.
  • Ferðaskrifstofan/fararstjóri áskilur sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjáanlegar aðstæður gefa tilefni til.
  • Mikilvægt er að nöfn á bókunum stemmi nákvæmlega við nöfn í vegabréfi. Það er á ábyrgð farþega ef svo er ekki.