Allar ferðir

Portúgal er frábær áfangastaður til að njóta í rólegheitum í sólinni, taka fjölskyldufríið og/eða til að upplifa menningu í frábæru veðri með glampandi útsýni yfir hafið og náttufegurðina allt í kring. Þær eru ekki margar sólarstrendurnar í Suður-Evrópu þar sem sólþyrstir íbúar norðurálfu geta flatmagað innan um geðþekka trillukarla sem dytta að netum sínum og … Continue reading “Portúgal”

Portúgal er frábær áfangastaður til að njóta í rólegheitum í sólinni, taka fjölskyldufríið og/eða til að upplifa menningu í frábæru veðri með glampandi útsýni yfir hafið og náttufegurðina allt í kring.

Þær eru ekki margar sólarstrendurnar í Suður-Evrópu þar sem sólþyrstir íbúar norðurálfu geta flatmagað innan um geðþekka trillukarla sem dytta að netum sínum og bátum.

Ofan við ströndina blasir við töfrandi ævintýramynd þar sem hvítkalkaðar byggingar, sumar með márísku yfirbragði, tylla sér á klettasyllur meðfram tæru Atlantshafi. Í sólarhéraðinu Algarve er einnig ósnortin náttúra og heillandi menning og hvarvetna mætir ferðamönnum portúgölsk hlýja og gestrisni.

Flogið er í beinu flugi með Neos til Faro og þaðan er 40 mín akstur til Albufeira.

Portúgal
Portúgal

Albufeira

Þessi gamli fiskimannabær, er orðinn einn af þekktari ferðamannastöðum í Algarve héraði og ekki að ástæðulausu.  Þar sem áður fyrr var lítill og snotur bær þar sem sjómenn réru til fiskjar og dyttuðu að netum sínum, hefur vaxið upp nútímalegur og líflegur ferðamannabær.

Í bænum eru tveir kjarnar, annars vegar gamli bærinn við fiskimannaströndina og hins vegar „Laugavegurinn”

Gamli bærinn er sjarmerandi, státar af kirkjum bæjarins og öllum elstu byggingunum. Bæjartorgið iðar af mannlífi með úrvali af veitingastöðum, kaffihúsum og börum. Í hinum þröngu götum út frá torginu má finna margar skemmtilegar sérverslanir sem taka vel á móti ferðamönnum.  Á sumrin koma  hljómsveitir og látbragðsleikarar, sem troða upp gestum og gangandi til skemmtunar.

Í hinum enda bæjarins er „Laugavegurinn“   Þar standa í röðum  veitingastaðir, ísbúðir, kaffihús,  og verslanir af öllu hugsanlegu tagi.  Neðst við Laugaveginn, næst Oura ströndinni, eru diskóbarirnir með miklu fjöri, stundum langt fram á nótt. 

Næturlífið á Laugaveginum er rífandi skemmtilegt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi

Portúgal

Olhos de Água

Olhos de Água er gamalt fiskimannaþorp staðsett í næstu vík við hliðina á Albufeira. Bærinn er sjarmerandi og andrúmsloftið er rólegt og þægilegt, sem er ein helsta ástæða þess að ferðamenn heimsækja bæinn aftur og aftur. Þar má finna silkimjúkar baðstrendur þar sem er dásamlegt að verja degi með fjölskyldunni. Á strandlengjunni eru litlir fiskikofar sem enn eru notaðir í dag af heimamönnum. Í bænum er fjöldinn allur af góðum veitingastöðum og kaffihúsum. Á kvöldin myndast svo notaleg ekta portúgölsk stemming. Í næsta nágrenni má svo finna golfvöllinn Pine Cliffs þar sem hægt er að spila golf.

Afþreying

  • Vatnasport
  • Golf
  • Markaðir
  • Fjölbreyttar göngu– og hjólaleiðir
FlugFlogið í beinu flugi til Faro (FAO)
FlugtímiU.þ.b. 4 klst.
AksturAkstur frá flugvelli til Albufeira 40 mínútur
TungumálPortúgalska
GjaldmiðillEvra
HitiSumar 26°; milt og gott vor og haust
TímiSumar +1 klst.
Landakóði+351

Fjölbreytt úrval gististaða

Fjölbreytt úrval gistimöguleika er að finna í Albufeira. Í boði eru góðar íbúðagistingar og glæsileg hótel. Velja má um þriggja, fjögurra eða fimm stjörnu gistingar sem og hversu margar máltíðir eru innifaldar: Morgunverð, hálft fæði (morgun- og kvöldverðir), fullt fæði (morgun, hádegis- og kvöldverðir), allt innifalið (morgun-, hádegis og kvöldverðir, snarl milli mála og drykkir innifaldir í verði) og svo er að sjálfsögðu hægt að sleppa öllu fæði með gistingu.

Gistingar í boði á Portúgal

Sæki gistingar...