Allar ferðir

Phuket , þessi stærsta eyja Taílands sem tengist meginlandinu með brú, er eins og sniðin úr ranni sólarguðsins þar sem fagurblár og tær sjórinn hjalar við yndisfagrar drifhvítar sandstrendur. Eyjan hefur verið byggð upp sem fjölbreytt sólarmiðstöð fyrir sólþyrsta ferðalanga frá öllum heimshornum og hér geta allir fundið afþreyingu og skemmtan við hæfi. Phuket eru … Continue reading “Phuket”

Phuket

Phuket , þessi stærsta eyja Taílands sem tengist meginlandinu með brú, er eins og sniðin úr ranni sólarguðsins þar sem fagurblár og tær sjórinn hjalar við yndisfagrar drifhvítar sandstrendur. Eyjan hefur verið byggð upp sem fjölbreytt sólarmiðstöð fyrir sólþyrsta ferðalanga frá öllum heimshornum og hér geta allir fundið afþreyingu og skemmtan við hæfi.

Phuket

Phuket eru tæpir 600 ferkílómetrar að stærð (48 km löng og 21 km breið) og íbúar rúmlega hálf milljón. Ferðamenn leggja undir sig strendurnar, aðallega á vestur og suðurhlutanum, en inn til landsins er lífið mikið til laust við ferðaniðinn. Eyjan er frekar hálend þar sem frjósöm hásléttan, hæðir og fjöll ráða ríkjum. Íbúarnir halda á lofti menningu sinni, trú og sögu en þeir eru suðupottur Tælendinga, Kínverja, Malaja og jafnvel sjávar-sígauna. Þeir tala mállýsku sem jafnvel aðrir Tælendingar eiga erfitt með að skilja. Í þéttbýlinu eru flestir búddatrúar en víða í dreifbýli hefur Islam náð fótfestu. Á miðöldum efldist Phuket smám saman þar sem tinvinnsla og gúmmíframleiðsla fór fyrir, ýmist í höndum nýlenduvelda eða innlendra smákónga. Það er hins vegar ferðaþjónustan sem gert hefur Phuket að einu ríkasta héraði Thailands.