Allar ferðir

Lanzarote er fjórða stærsta eyja Kanaríeyjaklasans. Hún er sú nyrsta og sú sem liggur næst Afríkuströndum. Eyjan er þekkt fyrir fegurð og notalegt andrúmsloft og hefur verið á skrá yfir verndarsvæði UNESCO síðan 1993 sakir náttúrufegurðar.

Við mælum með hreyfiferðinni:

Club La Santa heilsuparadís á Lanzarote

Fullkomið frí fyrir alla fjölskylduna:

Landslagið er mótað af eldvirkni, löngum hraunbreiðum, svörtum söndum og urmul gíga sem minna helst á suðurströnd Íslands – nema krydduð með kaktusum og pálmatrjám og marínerað í fullkomnu veðurfari.

Lanzarote

MATUR

Lanzarote hefur ríka og fjölbreytta matarhefð, sem hneigist meira til sjávarins en kjötrétta. Eyjaskeggjar leggja mikið upp úr fersku hráefni úr heimabyggð, eldað eftir uppskriftum sem gengið hafa mann fram af manni í margar kynslóðir. Helst er að nefna fiskrétti í sósu, þ.e. „mojo rojo“ — sterkri rauðri sósu — eða „mojo verde“ — mildari grænni sósu — og ríkri osta- og vínhefð, sérstaklega hvítvín og „moskatel“ sem er sætt desertvín. Upprunamerking vína frá Lanzarote er „D.O.“.

AFÞREYING

Allt það sem vænta má á stærri eyjunum í klasanum á jafn mikið heima á Lanzarote: Göngu- og hjólaferðir, hvers kyns vatnasport, siglingar, vatnsrennibrautir og köfun, seglbrettasvif, fyrirtaks golfvellir, og margt margt fleira. Helstu skemmtigarðar á eyjunni eru Aguapark Costa TeguiseRancho Texas Lanzarote Park  og Aqualava Playa Blanca. Lanzarote er líka fyrirtaks staður fyrir þá sem er á þeim buxunum að “gera ekki neitt” og leyfa nærandi sólargeislunum og lágu verðlaginu að gæla við sig.

Lanzarote
Lanzarote
Lanzarote

GOLF  

Á Lanzarote eru tveir golfvellir. Lanzarote Golf Resort, en hann er góður 18 holu, par 72, völlur staðsettur við strandbæinn Puerto del Carmen. Lega vallarins er þannig að náttúrufegurðin nýtur sín og einstakt útsýnið yfir hafið. 

Golf Costa Teguise er skemmtilegur 18 holu völlur staðsettur við rætur eldfjalls norð-austan af höfuðstaðnum Arrecife. Völlurinn þykir nokkuð krefjandi en liggur skemmtilega í fallegu umhverfi pálmatrjáa, kaktusa og hraunbreiða. 

JAMEOS DEL AGUA POOL

Lanzarote

LA GERIA VÍNEKRAN 

Á Lanzarote er mikil vínrækt þar sem aðallega er löguð hvítvín, rauðvín og Moskatel sem er sætt desertvín. Vínekran La Geria er ein sú elsta á eyjunni og allir áhugamenn um vín og vínrækt ættu ekki að láta þessa vínekru fram hjá sér fara. 

Lanzarote

HELSTU STAÐIR

PUERTO DEL CARMEN

Puerto del Carmen er fallegur strandbær sem er rétt við höfuðborgina Arrecife. Puerto del Carmen er einn vinsælasti áfangastaðurinn á eyjunni enda líflegur bæjarbragur og fallegar strendur. Við aðalgötuna Las Playas er fjöldi veitinga- og skemmtistaða þar sem er mikið líf og fjör þegar kvölda tekur. Strandlengjan er yfir sex kílómetra lömg og skiptist í nokkrar silkimjúkar sandstrendur, Grande Beach, Los Pocillos og Matagorda. Puerto del Carmen er aðeins 10 km frá flugvellinum í Lanzarote. 

PLAYA BLANCA 

Playa Blanca er friðsæll og fjölskylduvænn strandbær á suðurströnd eyjarinnar. Sandstrendurnar Dorada og Falmingo liggja meðfram strandlengjunni og þar er fjöldi veitingastaða, verslana, kaffhúsa og fjörugt mannlíf. Aðalgatan er Avenida de Papagayo þar sem eru hótel, verslanir og veitingahús. Við enda götunar er göngugata sem liggur niður að smábátahöfninni sem þykir sú flottasta á eyjunni.

COSTA TEGUISE 

Costa Teguise er strandbær austur af höfuðborginni, örstutt frá flugvellinum, um 15 mín akstur. Fjölskylduvænn bær þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Verslanir, veitingastaðir, vatnagarðar og golfvöllur. Byggingarnar kringum bæjartorgið, Pueblo Marinero, eru í anda César Manrique eins og svo margt annað á Lanzarote. Þar í kring eru skemmtilegar verslanir og veitingastaðir og útimarkaður á föstudagskvöldum.

YAIZA

Yaiza er fallegur bær rétt við Playa Blanca. Þessi bær hefur tvisvar sinnum verið kosinn fallegasti bær á Spáni. Þar má finna góða veitingastaði eins og t.d. La Era (gamalt klaustur og kirkja) og La Bodega de Yaiza.

ARRECIFE

Til höfuðborgarinnar Arrecife er um 35 mín. akstur frá Playa Blanca. Arrecife hefur verið höfuðstaður Lanzarote frá því um miðja 19. öld. Á árum áður var bærinn oft kallaður Feneyjar Atlantshafsins en helsta kennileiti Arrecife er Charco de San Ginés sjávarlónið í hjarta bæjarins þar sem fyrstu landnemarnir á eyjunni komu sér fyrir og stunduðu fiskveiðar. Í dag er lónið notað sem skipalægi fyrir smábáta bæjarbúa.

Gistingar í boði á Lanzarote

Sæki gistingar...